Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 75
75
greinilega er að kynhneigð jafnt sem kynvitund er óaðskiljanleg frá göfgi
og mennsku sérhverrar persónu og má ekki vera grundvöllur mismununar
og útskúfunar. Mannhelgin er grundvallargildi í siðferðilegri merkingu
og samkvæmt kristinni guðfræði er það Guð sem gefur sérhverjum manni
mannhelgi sína. Þar með getur enginn mannlegur máttur svipt manninn
henni eða skammtað honum hana.
úTDRÁTTUR
Kynhneigð í krísu:
Kirkjan, hinsegin fólk og mannréttindi
Kastljósi þessarar greinar er beint að tengslum kynferðilegs margbreytileika og
kynverundarréttinda. Kynferðislegur margbreytileiki er skoðaður með sjónglerjum
kynfræði og siðfræði og sú skoðun sett fram að nauðsyn beri til að ögra ríkjandi
gagnkynhneigðarhyggju í samfélaginu öllu, en þó umfram allt á kirkjulegum vett-
vangi. Sjónum er beint að mikilvægum hluta róttækrar kenningar Gayle Rubin
(1984) um vestræn viðhorf til kynlífs og fjallað sérstaklega um greiningu hennar á
kristinni hugmyndafræði þar um. Greining Rubin á kristinni kynlífshugmyndafræði
er tengd umræðu um neikvæðni kirkjunnar gagnvart kynlífi, fyrr og nú, sem og hinu
siðapredikandi gildakerfi hennar. Í umræðunni um kynferðislega fjölbreytni er vísað
til ‘ósæmilegrar’ guðfræði hinsegin guðfræðingsins Marcellu Althaus-Reid en hún
benti á að beina yrði sjónum að hinum fátæku og jaðarsettu og að kynverundarhug-
takinu fremur en kyngervishugtakinu í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks –
gegn aldagamalli, fordómafullri hugmyndafræði kirkjunnar um kynlíf. Þetta framlag
Althaus-Reid er álitið vera mikilvægt siðfræðilegt veganesti fyrir kirkjur samtímans
sem vilja vinna að mannréttindum og velferð allra manna, án aðgreiningar.
Lykilorð: kirkjan, gagnkynhneigðarhyggja, hinsegin fólk, kynferðislegur margbreyti-
leiki, kynverundarréttindi
ABSTRACT
Sexual Orientation in Crisis:
Christian Church, Queer people and Human Rights
In this article the focus is on the connection between sexual diversity and sexual
rights. The issue of sexual diversity is taken into the field of sexology and ethics con-
cluding with a discussion on the need to challenge the predominant heterosexual
ideology which has been prevalent in the Christian Church for centuries. A radical
reconsideration of heteronormativity must take place in society as a whole, it is
KYNHNEIGð Í KRÍSU