Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 77
77
Í þessari grein verður fjallað um helstu krísur í íslenskri kirkjusögu frá
einveldi til lýðveldis. Forsendur þeirra og einkenni verða greind út frá
trúarhugtakinu í félagslegu samhengi og ferlunum afhelgun og aðgrein-
ingu. Áherslan er á upphaf tímabilsins sem hér um ræðir og lok þess og
gengið út frá því sem forsendu að kirkjuþróun og breytingar á samfélags-
gerð haldist í hendur.
Trú er ekki hægt að smætta í einkamál, þ.e.a.s. að einangra hana við hið
persónulega líf einstaklingsins sem sálfræðilegan veruleika. Hvort sem við
leitum í smiðju félagsfræðinga, eins og t.d. Émiles Durkheim,1 eða guð-
fræðinga, t.d. Pauls Tillich,2 þá verða fyrir okkur skilgreiningar sem ganga
út frá því að trúin sé samofin tilvist manneskjunnar sem hugsandi félags-
veru. Kjarni trúarinnar er ýmist skilgreindur sem hið heilaga sem gefur
hópnum eða samfélaginu siðferðilegan grunn eða hinn ýtrasti veruleiki
(e. ultimate reality), þ.e. það sem skiptir mestu máli þegar til kastanna
kemur. Í síðara tilfellinu er skírskotað til merkingarleitar manneskju sem
tjáir sinn innri mann á táknrænan hátt í samskiptum sínum við aðra. Í
kristinni trú er hér átt við sálarheill, frelsunarleiðina sem helst í hendur við
réttlætingu gagnvart Guði og mönnum.
Segja má að átök og kreppur innan kristindómsins eigi sér tvenns konar
upptök. Annars vegar er það í spennu milli ólíkra túlkana á Kristi og boð-
skap hans um frelsun mannssálarinnar og hins vegar í afstöðu hins trúaða
og tengslum við umhverfið, samfélagið, heiminn. Í síðara tilfellinu snýst
1 Émile Durkheim, Elementary Forms of Religious Life, þýðing Joseph Ward Swain,
New York: Free Press, 1965, bls. 62.
2 Paul Tillich, Dynamics of Faith, New York: Harper & Row, 1957, bls. 1–6.
Pétur Pétursson
Stofnun eða andi
Kirkjukreppur á Íslandi frá einveldi til lýðveldis
Ritið 2/2012, bls. 77–100