Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 79
79
Hugtök og skilgreiningar
Afhelgun, eða það sem stundum er nefnt veraldarvæðing (e. secularization;
þ. Entzauberung der Welt), er oftast notað um það ferli þegar trúarstofn-
anir og trúarhugmyndir missa völd og áhrif í samfélaginu og það er gefið
sem forsenda að þróun í átt til nútímans þýði að áhrif trúar fari þverrandi í
tímans rás. Ýmist er miðað við endurreisnina, siðbreytinguna eða upplýs-
inguna sem upphafspunkt þessa sögulega ferlis.5 Kenningar um afhelgun
hafa verið dregnar í efa og segja má að æ fleiri trúarbragðafélagsfræðingar
hafi hafnað afhelgun sem sögulegri nauðsyn og talað um trúarlegar breyt-
ingar í staðinn.6 Gömul táknkerfi úreldast og ný koma í staðinn – nýjar
helgisagnir taka við þegar hinar eldri hverfa. Um annað meginferlið sem
hér er til umræðu, aðgreininguna (e. differentiation), er að vissu leyti það
sama að segja. Það þýðir að hinar ýmsu stofnanir og hlutverk samfélagsins
aðgreinast og sérhæfast7 en aðgreining trúarlegra og veraldlegra stofnana
þýðir ekki endilega að mikilvægi trúar og trúarstofnana hafi minnkað. Benda
má á dæmi þar sem aðgreining trúarlegra og veraldlegra stofnana verður
samfara auknum áhuga á trúmálum. Það á meðal má nefna trúarvakningar á
Norðurlöndunum á 19. öld og spíritismann á Íslandi á þeirri 20.
Sú spenna, sem iðulega skapast milli hins trúarlega sviðs (t.d. kirkju)
og veraldlega sviðs (t.d. ríkis), getur í sjálfu sér leitt til kreppuástands og
átaka. Kirkjan og kristnar hreyfingar mótast á hverjum tíma af því hvernig
kirkjan túlkar þann Guð sem hún boðar og þá frelsunarleið sem sú boðun
felur í sér. Kirkjan er skilgreind sem andlegur veruleiki (e. transcendental)
með vísun í opinberun Guðs þótt hún starfi í heiminum og sé þjónað og
stjórnað af breysku fólki sem ekki uppfyllir ætíð þau boð eða viðmiðanir
sem yfirlýst trú þess gengur út á. Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir
því að aðgreiningin, í veraldlegt/náttúrulegt svið (þessa heims) og trúar-
legt/yfirnáttúrulegt svið (annars heims), er skilgreiningaratriði; þ.e. hið
trúarlega og veraldlega er skilgreint út frá hvort öðru.8 Það sem einum er
5 Robert Bellah, „Religious Evolution“, American Sociological Review 29/1964, bls.
358–374; Larry E. Shiner, „The Meanings of Secularization“, International Yearbook
for the Sociology of Religion III, 1967, bls. 51–59.
6 Göran Gustafsson, Religiös förändring i Norden 1930–1980, Malmö: Liber, 1985,
bls. 12.
7 Randal Collins, Theoretical Sociology, New York: Harcourt Brace Jovanovich, 1988,
bls. 24–29.
8 Peter Berger, The Sacred Canopy: Elements of a Sociological Theory of Religion, New
York: Anchor Books, 1976, bls. 105–125.
STOFNUN EðA ANDI