Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 83
83
samstöðu hinna heilögu í sértrúarhópnum.21 Mýstikerinn fylgir innri upp-
ljómun þar sem Guð sjálfur opinberast beint og milliliðalaust. Leiðtogar
sem koma fram á þessum forsendum losa sig við þunga hefðarinnar og
hafna gildi laga en afla fylgis á forsendum náðargáfu eða náðarvalds.
Þeir geta sagt: „Þér heyrið að sagt hefur verið … en ég segi yður.“ Um
slíka einstaklinga safnast stundum áhangendur sem annaðhvort mynda
sértrúarhóp eða einstaklingshyggjuhreyfingu (e. cult) sem líta má á sem
eitt birtingarform trúarinnar í samfélaginu. Við vissar aðstæður geta lítt
skipulagðar eða óskipulagðar einstaklingshyggjuhreyfingar, stundum upp-
nefndar „költ“ á íslensku, þrifist innan kirkna og sértrúarhópa en það er
ótrygg sambúð enda býður hún upp á átök og klofning.22
Samkvæmt þessu flokkunarkerfi ganga bæði kirkjan og sértrúarhóp-
urinn út frá því að engin frelsun bjóðist utan sinna marka (lat. extra ecc-
lesiam nulla salus) og ber í því sambandi að skilja það félagslega og trúar-
lega taumhald sem ríkiskirkjan hefur á þegnunum með sakramentum og
embættum sem beitt er í þeim tilgangi að tryggja völd hennar og sér-
stöðu. Hér er miðaldakirkjan skýrasta dæmið en þetta var einnig viðmiðið
í þeirri lausn sem komið var á í ríkjum mótmælenda eftir krísur þær sem
fylgdu í kjölfar siðbreytingarinnar og staðfest var með Ágsborgarfriðnum
1555. Þar var kveðið á um að þegnarnir skyldu hafa sömu trú og furstinn,
þ.e. þjóðhöfðinginn (lat. cuius region, eus religio). Þessi regla var svo stað-
fest eftir þrjátíuárastríðið (1618–1648) þar sem tekist var á um landamæri
rómversk-kaþólskra ríkja og furstadæma mótmælenda í Evrópu. Á þessum
tíma leituðust kirkjudeildirnar og ríkisvaldið við að festa sig í sessi með því
að setja trúarjátningar á oddinn og tryggja fylgi þegnanna og undirgefni
við rétta trú og talað er um rétttrúnað og rétttrúnaðartímabilið.23
Ríkiskirkjan, einveldið og heittrúarstefnan
Við einveldistökuna í danska konungsríkinu var þjóðfélagsbyggingin skil-
greind um ókomna framtíð á forsendum konungsvaldsins – einvaldur kon-
ungur skyldi ríkja um aldur og ævi og markmiðið var: „fullkomið, óhagg-
anlegt og ómótmælanlegt fyrirkomulag og lög sem fá staðist um aldur og
21 Ernst Troeltsch, The Social Teachings of the Christian Churches, New York: Harper
& Row, 1960.
22 Meredith B. McGuire, Religion:The Social Context, bls. 152–173.
23 Sven Göransson, Kyrkohistoria 2: Från påvens gudsstat till religionsfriheten, Lund:
Esselte Studium, 1979, bls. 250–272.
STOFNUN EðA ANDI