Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 87
87
stjórnvöld með danska ríkisþingið sem bakhjarl.33 Þrátt fyrir að trúfrelsi
væri innleitt með stjórnarskránni 1874 var umgjörð kirkjumála áfram í
farvegi einveldisfyrirkomulags og rétttrúnaðarguðfræði. Breytingar þar á
varð fyrst vart með lögum frá Alþingi árið 1886 um utanþjóðkirkjufólk og
borgaralegar giftingar. Þrátt fyrir þetta var enn þrengt að utanþjóðkirkju-
fólki og það varð að borga skatta og skyldur til þjóðkirkjunnar. Allt forræði
í trúmálum var á hendi yfirvalda og rétttrúnaðurinn óvéfengdur út 19. öld-
ina. Þetta kerfi þrengdi að öllu frumkvæði í trúmálum og mátti hinn frjálsi
andi skáldprestsins Matthíasar Jochumssonar líða fyrir það enda fékk hann
áminningu frá biskupi Íslands árið 1891 fyrir það að hafna kenningu kvers-
ins (kver Helga Hálfdanarsonar forstöðumanns Prestaskólans í Reykjavík)
um eilífa útskúfun vantrúaðra.34
Einveldið og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
önnur ástæða fyrir því, að fulltrúar íslensku þjóðfrelsishreyfingarinnar
beindu ekki spjótum sínum gegn konungaguðfræði þriðju stefnunnar í
danskri kirkjupólitík, er að þeir vildu umfram allt ekki efna til flokkadrátta
um trúmál. Fyrir samstöðuna um pólitískar kröfur Íslendinga urðu trú-
frelsi og fjölbreytni í trúmálum að víkja. Mikilvægast var að fylkja þjóðinni
um kröfur Íslendinga um aukin þjóðréttindi og til þess að það mætti verða
var nauðsynlegt að styðjast við prestastéttina og þann þjóðlega grunn sem
hún starfaði á meðal bænda. Kirkjustjórnin var enn hluti danska valdsins
og þess vegna var ekki hægt að tala um eiginlega þjóðkirkju á Íslandi fyrr
en á öðrum áratug 20. aldar.35 Ríkiskirkjufyrirkomulagið ríkti í sínum
algleymingi út alla 19. öldina og eina trúarhreyfingin sem ógnaði þessu
fyrirkomulagi var fríkirkjuhreyfingin sem hófst á Íslandi í upphafi níunda
áratugar 19. aldar með stofnun fríkirkjusafnaðar á Reyðarfirði. Margir
snerust á sveif með fríkirkjuhugmynd sem fól það í sér að kirkja landsins
segði sig úr lögum við danska ríkið. Fríkirkjusöfnuðirnir voru þrátt fyrir
þetta einangruð fyrirbæri og það er ekki fyrr en með stofnun Fríkirkjunnar
í Reykjavík árið 1899 að þeir verða virkt afl í íslensku kirkjulífi. Í kirkju-
33 Sjá Guðmundur Hálfdanarsson, „Goðsagnir íslenskrar sjálfstæðisbaráttu“, Þriðja
íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006, Reykjavík, 2007, bls. 407–419.
34 Matthías Jochumsson, „Yfirlýsing“, Kirkjublaðið 5/1891, bls. 80.
35 Pétur Pétursson, „Þjóðin og þjóðkirkjan“, Þjóðkirkjan og lýðræðið, ritstj. Gunnar
Kristjánsson og Skúli S. Ólafsson, Reykjavík: Kjalarnessprófastsdæmi, 2009, bls.
27–40.
STOFNUN EðA ANDI