Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 88
88
legu og guðfræðilegu tilliti var Ísland fram að aldamótunum 1900 a.m.k.
hálfri öld á eftir þróuninni í Evrópu. Þetta átti þátt í því að ungir guð-
fræðingar og áhugafólk um öflugt trúarlíf töluðu um að kirkjumál væru
í molum á Íslandi, að allt einkenndist þar af deyfð og doða og varð það
viðkvæðið að ófremdarástand ríkti í þessum málum. Allt menningarlíf og
félagsstarf hafði með einum eða öðrum hætti tengst þjóðfrelsisbaráttunni.
Kirkjan á Íslandi var því í djúpri krísu um aldamótin 1900. Meirihluti
presta virtist vilja sjálfstæða (frjálsa) þjóðkirkju aðgreinda frá danska rík-
inu. Stór hluti menntamanna virtist ýmist afhuga kirkju og kristni eða lét
sér þau mál í léttu rúmi liggja. Kirkjusókn minnkaði og æ færri hirtu um þá
gömlu skyldu að ganga til altaris einu sinni á ári.36 Í kjölfar heimastjórnar
á Íslandi verða breytingar á tengslum ríkis og kirkju enda kemur þá upp
kirkjukreppa sem kraumað hafði undir niðri í meir en hálfa öld en sjálf-
stæðisstjórnmálin á Íslandi höfðu haldið í skefjum.
Aldamótaárið 1901 boðaði nýja tíma þótt ekki virtist augljóst að það
hefði mikið að gera með kirkju og trúmál á Íslandi. Danska íhaldsstjórnin
féll og talað var um kerfisbreytingu (d. systemskifte). Frjálslynd lýðræðisöfl
komust til valda og þau voru reiðubúin að koma til móts við þjóðrétta r-
kröfur Íslendinga sem fólu í sér sérstakan ráðherra Íslandsmála á Íslandi
sem í reynd varð að styðjast við meirihluta alþingis í stjórnarathöfnum
sínum. Nú hófst tími framfara, frumkvæði landsmanna efldist og nútím-
inn hélt innreið sína í íslensk atvinnumál og menningu.37 Þetta þýddi nýja
tíma á sviði kirkju og trúmála. Biskupsembættið var aðgreint frá stjórn-
kerfinu þegar stiftsyfirvöld voru lög niður og þjóðkirkjuhugmyndin varð
smám saman að veruleika. Gamlir hlekkir slitnuðu, gömul höft rofnuðu og
nú var tekist á um sjálfan trúargrundvöllinn. Samviska einstaklingsins og
myndugleiki hans varðandi trúaratriði voru tekin gild – frelsi var kjörorðið
og á því skyldi byggja nýtt samfélag velmegunar og framfara. Hugmyndir
um frelsi þrengdu sér nú af afli inn í umræðu um trú og trúmál. Álitamál í
biblíurannsóknum og trúfræði voru sett á dagskrá og guðfræðielítan með
Jón Helgason og Harald Níelsson í fararbroddi skipaði sér í raðir háskóla-
manna sem tóku mið af sögulegum og bókmenntafræðilegum rannsókn-
um á helgiritum. Guðfræðileg málefni, sem rædd höfðu verið við háskóla í
Evrópu í hálfa öld, komust nú loks á dagskrá í trúmálaumræðunni á Íslandi
36 Pétur Pétursson, Church and Social Change, bls. 78.
37 Heimir Þorleifsson, Frá einveldi til lýðveldis, bls. 120–127.
PÉTUR PÉTURSSON