Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 91
91
ust þaðan. Þórhallur Bjarnarson biskup tók eindregna afstöðu með þessum
armi og gerðist talsmaður fyrir frjálslynda, þjóðlega og umburðarlynda
þjóðkirkju. Á prestastefnunni á Þingvöllum árið 1909 sagðist hann hafa
átt tal við „einn af glöggustu lögfræðingum landsins“ um gildi játningarit-
anna og sá hefði talið þau „dauð og úrelt og mjög vafasamt að hægt væri
að dæma presta eftir þeim“.44 Í vígsluheitinu sem breytt var í helgisiðabók
íslensku kirkjunnar sem staðfest var 1910 eru prestar þjóðkirkjunnar ekki
lengur bundnir játningaritunum í predikun sinni heldur „hinum spámann-
legu og postulegu ritum, og í anda vorrar evangelísku-lúthersku kirkju“.45
Játningar stofnunarinnar eru sem sagt ekki nefndar á nafn heldur andinn.
Í fyrirlestri á prestastefnu árið 1949 ítrekar séra Björn Magnússon túlkun
frjálslyndu guðfræðinnar á játningafrelsinu og segir: „Spurningin um gildi
játningarita er spurning um heilagan anda. Svari menn henni á þá leið,
að í þeim felist endanlegur úrskurður um trúaratriði, er það hið sama og
neita því að heilagur andi haldi áfram að starfa í mönnum og leiða þá í
allan sannleikann.“46 Prófessorinn telur bænina Faðirvor eina nægja sem
játningu kirkjunnar. Um þá bæn segir hann: „Hún flytur fram í einföldum
orðum dýpstu þrár og brýnustu þarfir hvers þess manns, sem vill í sann-
leika vera lærisveinn Krists. Hún er því sú játning, sem vér eigum sannasta
og dýrasta. Hún er hið sanna sameiningartákn allra kristinna lærisveina
Jesú.“47
Hinn armurinn, sem glaður kenndi sig við íhald í trúarefnum, hélt fast
um játningarnar og taldi þær forsendu kirkjuaðildar og mælisnúru á pre-
dikun réttrar trúar. Þessi armur átti sér vígi í KFUM og KFUK, kristni-
boðsfélögunum og í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. KFUM í
Reykjavík var nátengt danska heimatrúboðinu (Dansk indre Mission) sem
hafði stutt félagið fjárhagslega en það var beinskeytt í vörn sinni fyrir játn-
ingabundna kristna boðun og mjög gagnrýnið á allan undanslátt í þeim
efnum. Frá þessum stofnunum og hreyfingum kom gagnrýni á kirkjustjórn-
ina fyrir umburðarlyndi gagnvart ýmsum trúarskoðunum og hreyfingum
sem ekki voru taldar eiga samleið með evagelísk-lútherskri kristni og í því
sambandi var sérstaklega talað um spíritisma og guðspeki. Leiðtogar og
44 „Prestastefnan á Þingvöllum“, Fjallkonan 10. júlí 1909, bls. 101–102, hér bls. 102.
45 Helgisiðabók íslensku þjóðkirkjunnar, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1910, bls.
109.
46 Björn Magnússon, „Játningaritin og íslenska þjóðkirkjan“, Kirkjublaðið 7,16, (útg.
og ábyrgðarmaður Sigurgeir Sigurðsson biskup Íslands), 26. sept. 1949, bls. 2.
47 Sama rit, bls. 2.
STOFNUN EðA ANDI