Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 93
93
í aldanna rás skiptu minna máli. Taldi hann þetta mikilvægt fyrir boðun
kirkjunnar á öld efasemda og efnishyggju og möguleika trúarinnar til að
hafa áhrif á almennt siðgæði. Spíritismann byggðu hann og aðrir leiðtogar
þessarar hreyfingar á sálarrannsóknum og var í því sambandi aðallega skír-
skotað til Breska sálarrannsóknarfélagsins. Spíritistar sem lögðu áherslu á
sálarrannsóknir litu svo á að fyrir nútímamenn yrði að sanna tilvist sálar-
innar eftir dauðann og að hefðbundin boðun og trúarjátning nægði ekki
lengur. Persónuleg reynsla og sannfæring væri það eina sem trú manna
á boðskap kirkjunnar gæti byggt á. Grundvöllur menningar og samfélags
væri í húfi. Ef fólk gæti gengið út frá því að það þyrfti ekki að taka afleið-
ingum gerða sinna í öðru lífi þá væri siðferðislegur grunnur samfélagsins
hruninn. Þessa röksemd má finna í málflutningi breskra spíritista og á
þessu klifuðu íslenskir spíritistar frá upphafi.50
Jón Helgason setti sig ekki upp á móti rannsóknum á sálrænum fyrir-
bærum og sálarrannsóknum en var algerlega mótfallinn því að blanda þessu
inn í guðfræðikennslu og kirkjustarf. Hann hafði beitt sér mjög fyrir því að
Haraldi væri veitt prófessorsstaða við guðfræðideild Háskóla Íslands og taldi
sig hafa loforð Haralds um að hann myndi ekki fjalla um spíritisma í guð-
fræðikennslu sinni en sannfærðist um að ekki hefði verið staðið við það.51
Árið 1916 lést Þórhallur biskup og Jón Helgason varð eftirmaður hans.
Í biskupstíð sinni endurmat Jón fyrri viðhorf sín til játningaritanna og
komst brátt á þá skoðun að kirkjan yrði að setja þau á oddinn vegna trú-
verðugleika síns í bæði innanlandsstarfi sínu og samstarfi kirkna á erlend-
um vettvangi. Gerðist hann æ gagnrýnni á þann spíritíska kristindóm sem
hans gamli vinur, Haraldur Níelsson, beitti sér fyrir í nafni rannsókna frelsis
og mikilvægis reynslu mannsins. Háværar raddir komu fram úr íhalds-
sama arminum um að Haraldur hefði fyrirgert rétti sínum sem predikari í
lúthersku kirkjunni og að honum bæri að segja af sér prófessorsembættinu
við guðfræðideildina. Haraldur varði sig með tilvísan í framgöngu Lúthers
gagnvart keisara og páfa á ríkisþinginu í Worms.52
Segja má að Haraldur Níelsson hafi, á þriðja áratug aldarinnar, verið
orðinn óskoraður leiðtogi frjálslyndrar kristni í landinu, óháð því hvort
menn tóku afstöðu með spíritismanum eða ekki. Frjálslyndir, kristnir söfn-
50 Sjá t.d. Einar Hjörleifsson, „Trú og sannanir“, Skírnir 79/1905, bls. 293–309.
51 Jón Helgason, Það sem á dagana dreif, óbirt handrit að ævisögu, varðveitt í skjalasafni
Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
52 Haraldur Níelsson, Kirkjan og ódauðleikasannanirnar: Fyrirlestrar og predikanir,
Reykjavík: Ísafold, 1919, bls. 167.
STOFNUN EðA ANDI