Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 95
95
Á þriðja áratugnum sauð tvisvar upp úr milli játningakristni og hinna
frjálslyndu þannig að tala má um krísur innan þjóðkirkjunnar. Í fyrra skipt-
ið var það árið 1922 en árið áður hafði Haraldur farið í fyrirlestraferð um
Danmörku þar sem hann sagði frá sálarrannsóknum og miðlafyrirbærum
sem hann taldi renna stoðum undir kenningu spíritista um líf sálarinn-
ar eftir líkamsdauðann. Þessi ferð hans vakti mikla athygli og blaðaskrif
og blandaðist biskup Íslands inn í þá umræðu þegar Haraldur vitnaði til
Hallgríms biskups Sveinssonar, móðurbróður síns, sem tók þátt í miðils-
fundum síðustu árin sem hann lifði. Það var mistúlkað en Jón Helgason
taldi að sér vegið og notaði tækifærið og gaf út yfirlýsingu þar sem hann
fór hörðum orðum um spíritismann sem hann taldi ekki eiga neitt erindi
við boðun kirkjunnar um Jesú Krist sem frelsara mannanna. Haraldur brá
hart við og varði spíritismann sem hann byggði á persónulegri reynslu af
kærleiksríkum og huggandi verum að handan sem höfðu vitjað hans og
vina hans á erfiðustu stundum lífs þeirra. Þeir sem þekktu Harald náið
vissu hve þessi reynsla var honum dýrmæt og það að hún var honum sönn-
un fyrir því að til væru kærleiksrík öfl fyrir handan sem læknuðu og líkn-
uðu. Predikanir hans og fyrirlestrar byggðu á þeirri löngun hans að aðrir
mættu eignast hlutdeild í lifandi persónulegu sambandi við kærleiksríkan
Guð. Trú hans og trúboð bjó því yfir þeim sannfæringarhita sem ein-
kenndi vakningakristindóm heittrúar- og hreintrúarfólks. Haraldur brást
við í blaðagreinum og með opinberum fyrirlestrum sem hann gaf út í
ritinu Hví slær þú mig? II.55 Áður hafði hann gefið út bækling með þessu
nafni þar sem hann var í sambærilegri vörn fyrir trúarsannfæringu sinni.
Trúarvitnisburð Haralds má draga saman með þessum orðum hans:
Eg hefi fundið þytinn, heyrt raddirnar, séð eldtungurnar, þreifað
á hvítklæddum verunum, kvöld eftir kvöld séð eina þeirra birtast í
ljósi, sem var „sólu bjartara“, og setið árum saman á fundum með
miðilinn við hlið mér eða í faðminum, og stundum haldið utan um
hendur hans og fætur, meðan sum merkustu fyrirbrigðin voru að
gerast, þar sem eg var einn með honum, afgirtur á innsigluðu svæði.
Svo að svikakenningarnar hitta mig ekki. Eg veit að eg hefi séð það,
sem ritningin stundum kallar „birtu drottins.“56
55 Haraldur Níelsson, Hví slær þú mig? II. Andsvar við ummælum biskups, Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja, 1922.
56 Haraldur Níelsson, Hví slær þú mig?, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1913, bls.
67.
STOFNUN EðA ANDI