Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 97
97
sem starfaði undir forsæti biskups Íslands. Þetta voru frjálsir fundir presta,
guðfræðinga, fulltrúa sóknarnefnda og kristilegra félaga sem ræddu og
ályktuðu um ýmis mál varðandi kirkju og kristna trú. Frumkvæðið kom frá
sóknarnefnd Dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Á hverjum fundi var kosin
undirbúningsnefnd fyrir næsta fund og var komin hefð á það að biskup
landsins og leiðandi menn innan kirkjunnar væru í þeirri nefnd. Árið 1947
ákváðu nokkrir félagar í Kristilegu stúdentafélagi að smala fylgismönnum
sínum á fundinn og kjósa eingöngu menn úr sínum röðum í framkvæmda-
nefnd næsta fundar. Biskupinn sem fylgdi frjálslyndu stefnunni mætti ekki
á næsta fund og styrkurinn frá Kirkjuráði var felldur niður um hríð.59
Þeir biskupar sem komu á eftir Jóni Helgasyni og leiddu íslensku
kirkjuna fram til loka sjötta áratugar 20. aldar, Sigurgeir Sigurðsson og
Ásmundur Guðmundsson, fylgdu frjálslyndu stefnunni og voru um margt
sporgöngumenn þeirra Þórhalls Bjarnarsonar og Haralds Níelssonar.
Með tilkomu Sigurbjarnar Einarssonar á biskupsstóli árið 1959 breyttust
áherslur og segja má að nýtt tímabil hefjist.
Samantekt
Í þessari ritgerð hefur verið bent á að saga kristinnar kirkju einkennist af
spennu milli þess sem skilgreint er sem trúarlegt (annars heims) og verald-
legt (þessa heims). Rót þessarar spennu má rekja til mismunandi skilnings
á þeirri frelsunarleið sem opnast mönnum vegna trúar á Jesú Krist. Þessar
frelsunarleiðir tengjast félagslegu taumhaldi og réttlætingu valds. Við
ákveðnar sögulegar, pólitískar og félagslegar aðstæður brýst þessi spenna
fram í kreppum og krísum.
Hér hefur verið fjallað um einkenni og forsendur kirkjukrísa í sögu
íslensku kirkjunnar frá tíma einveldisins fram um miðja síðustu öld. Á 18.
öld og fram á fjórða áratug þeirrar 19. var evangelísk-lúthersku kirkjunni
á Íslandi markvisst beitt í þágu samfélagslegs taumhalds og réttlætingar
konunglegrar einveldisstjórnar. Á fyrri hluta tíma sjálfstæðisbaráttunnar,
eða fram til stofnunar heimastjórnar á Íslandi, beittu leiðtogar sjálfstæðis-
baráttunnar, í góðri samvinnu við prestastéttina, sér gegn uppgjöri við
kirkjuskipan og guðfræði einveldisisins. Tvo seinustu áratugi 19. aldar
kraumaði verulega undir yfirborðinu en engin endurnýjun eða uppgjör
59 Þórunn Valdimarsdóttir og Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni“, bls.
308–309.
STOFNUN EðA ANDI