Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 99
99
hreyfing (költ) sem við lá að segði skilið við þjóðkirkjuna og þróaðist út í
frjálslynda fríkirkju.
Fyrir Jón Helgason var stofnunin, kirkjan, hinn eini réttmæti rammi
kristins trúarlífs því hún var tákn og sönnun órofins samhengis milli Krists
og menningarinnar. Fyrir Haraldi var andinn hinn ýtrasti veruleiki því
hann vakti persónulega reynslu og vitnisburð um kærleiksrík kraftaverk
Jesú Krists. Sú stofnun sem ekki gat virt og viðurkennt þann vitnisburð
hafði misst gildi sitt, var dauð, orðin að veraldlegu hagsmunapoti og því
varð hún að víkja. Þessi sjónarmið voru ósættanleg.
úTDRÁTTUR
Stofnun eða andi. Kirkjukreppur á Íslandi frá einveldi til lýðveldis
Fjallað er um helstu krísur í íslenskri kirkjusögu frá einveldi til lýðveldis og forsend-
ur og einkenni þeirra greind út frá þeirri spennu sem trúarsannfæring einstaklinga
og stofnanavæðing felur í sér. Greiningin byggir á trúarhugtakinu og félagsfræðilegu
hugtökunum taumhaldi, réttlætingu valds, aðgreiningu og afhelgun. Áherslan er á
upphaf tímabilsins sem hér um ræðir og lok þess og gengið út frá því sem forsendu
að kirkjuþróun og félagslegar breytingar haldist í hendur. Á tímum einveldisins
var kirkjunni markvisst beitt til að réttlæta valdakerfi dönsku stjórnarinnar í Kaup-
mannahöfn og hún gegndi veigamiklu taumhaldshlutverki í því sambandi, en eftir
að sjálfstæðisbaráttan hófst fóstraði sama kirkja hreyfingar sem lögðu grunninn að
íslenska þjóðríkinu. Fjallað er um ástæður þess að uppgjör og endurmat á guðfræði
og skipan kirkjustarfs fór ekki fram fyrr en í upphafi 20. aldar, en þá fyrst er hægt
að tala um þjóðkirkju. Frelsishugmyndir fengu þá byr undir báða vængi í trúmálum
sem og á fleiri sviðum og birtist þetta m.a. í spíritísku hreyfingunni sem orsakaði
mikil átök innan íslensku þjóðkirkjunnar á fyrri helmingi 20. aldar.
Lykilorð: ríkiskirkja, þjóðfrelsisbarátta, frjálslynd guðfræði, heilagur andi, spíritismi
ABSTRACT
Institution or Spirit. Church Crises in Iceland from Monarchy to Republic
This paper analyses the main crisis in the history of the Icelandic Church from
the period of the Absolute Monarchy to the declaration of Republic just before
the middle of the 20th century. The main theme is the inbuilt conflict between
individual religious consciousness and the requirements of an institution. The study
starts with a consideration of the concept of religion and the analysis focuses on
STOFNUN EðA ANDI