Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 101
101
Þann 20. febrúar árið 1909 birtist fyrsta stefnuyfirlýsing ítalska fútúrism-
ans á forsíðu franska dagblaðsins Le Figaro. Leit er að texta sem hefur
valdið jafn miklum straumhvörfum í sögu evrópskrar nútímalistar og
-bókmennta og þessi yfirlýsing skáldsins Filippos Tommasos Marinetti,
sem lýst hefur verið sem „eiginlegri fæðingarstund tuttugustu aldarinn-
ar“.1 Hér var sleginn sá tónn sem átti eftir að einkenna stóryrtar yfirlýs-
ingar framsækinna listamanna víðs vegar um Evrópu á komandi áratugum
og lagður var grunnur að nýjum aðferðum við framsetningu og dreifingu
fagur fræðilegra hugmynda. útgáfan markaði jafnframt upphaf tímabils
þegar upp spruttu margvíslegar hreyfingar listamanna í álfunni, sem sam-
einuðust um tiltekin fagurfræðileg og þjóðfélagsleg stefnumið í skipulagðri
starfsemi eða „verkefni“2 – auk ítalska fútúrismans má hér nefna hreyfing-
ar á borð við dadaisma, konstrúktívisma, súrrealisma, póetisma, zenitisma,
formisma, últraisma og rússneskan fútúrisma. Sameiginleg einkenni þess-
ara hreyfinga fólust m.a. í því að listamenn úr ólíkum greinum samein-
uðust í skipulegri mótun listsköpunar er væri í takt við stórborgar- og vél-
menningu nútímans og markaði skilyrðislaust rof frá ríkjandi listhefðum.
Jafnframt má nefna útgáfu sjálfstæðra, smárra tímarita sem þjónuðu sem
1 Giovanni Lista, „Un siècle futuriste“, Futurisme. Manifestes – Proclamations – Doc-
uments, ritstj. G. Lista, Lausanne: L’Âge d’homme, 1973, bls. 15–79, hér bls. 79.
Allar þýðingar á tilvitnunum í greininni eru mínar eigin, nema annað sé tekið
fram.
2 Um starfsemi evrópsku framúrstefnunnar sem „verkefni“, sjá m.a. Wolfgang Asholt
og Walter Fähnders, „‚Projekt Avantgarde‘. Vorwort“, „Die ganze Welt ist eine
Manifestation“. Die europäische Avantgarde und ihre Manifeste, ritstj. W. Asholt og
W. Fähnders, Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1997, bls. 1–17.
Benedikt Hjartarson
Af goðkynngi orðsins
Um yfirlýsingar evrópsku framúrstefnunnar
og galdratrú í rússneskum fútúrisma og symbólisma
Ritið 2/2012, bls. 101–133