Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 102
102
vettvangur fyrir umræðu um hina nýju list og útbreiðslu nýrra fagurfræði-
legra hugmynda með sameiginlegu ráðstefnuhaldi, sýningum og bóka- og
dreifiritaútgáfu. Ennfremur er vert að nefna tengsl hinna ólíku „isma“ við
róttækar stjórnmálahreyfingar, jafnt úr röðum anarkista, marxista, bylt-
ingarsinnaðra syndikalista og síðar fasista. Loks hvíldi starf þessara hreyf-
inga oft á hugmyndum um „andlega byltingu“ – svo gripið sé til algengs
slagorðs úr mælskulist framúrstefnunnar, sem vísar til andlegrar frelsunar
er muni fullkomna hina þjóðfélagslegu byltingu. Slíkar hugmyndir sóttu
með margvíslegum hætti í útbreiddar hefðir andrökhyggju um aldamótin
1900 og á það jafnt við um lífheimspeki fræðimanna á borð við Friedrich
Nietzsche, Georg Simmel og Henri Bergson og kenningar á sviði dulspeki
sem voru útbreiddar í evrópsku menningarlífi á þessum tíma.
Stofnunaryfirlýsing Marinettis frá 1909 og önnur manifestó höfund-
arins sem fylgdu á eftir gegndu lykilhlutverki við mótun þeirrar nýju bók-
menntagreinar sem átti eftir að verða drifkrafturinn í starfsemi sögulegu
framúrstefnunnar.3 Hér er ekki átt við að Marinetti hafi mótað fagurfræði-
leg, mælskufræðileg og formræn einkenni þessarar lykilbókmenntagreinar
framúrstefnunnar í eitt skipti fyrir öll. Mikilvægi yfirlýsinga hans felst
öllu heldur í því að þær opnuðu nýtt mælskufræðilegt svið, þar sem ólík-
ar hreyfingar gátu stigið fram og komið hugmyndum sínum um fagur-
fræðilega og menningarlega umbyltingu á framfæri. Hér er vert að huga
nánar að útgáfusögu yfirlýsingarinnar frá 1909. Marinetti lagði áherslu
á alþjóðlega útbreiðslu hinnar nýju fagurfræði og þegar árið 1909 birt-
ust þýðingar á stofnunaryfirlýsingu hans – ýmist að hluta til eða í heild
– á spænsku, portúgölsku, rúmensku, japönsku, grísku, sænsku og ensku
og á næstu árum fylgdu m.a. þýðingar á þýsku og rússnesku.4 Jafnframt
3 Um hugtakið „söguleg framúrstefna“ og aðgreiningu þess frá hugtakinu „nýframúr-
stefna“, sjá Peter Bürger, Theorie der Avantgarde, Frankfurt am Main: Suhrkamp,
1974.
4 Um þær ólíku þýðingar sem hér eru nefndar, sjá nánar Jean-Pierre A. de Villers,
Le Premier manifeste du futurisme, Ottawa: Éditions de l’Université d’Ottawa,
1986, bls. 105–106; Giovanni Lista, Le Futurisme. Création et avant-garde, París:
Éditions de l’Amateur, 2001, bls. 35–36; Hubert van den Berg og Walter Fähnders,
„Die künstlerische Avantgarde im 20. Jahrhundert – Einleitung“, Metzler Lexikon
Avantgarde, ritstj. H. van den Berg og W. Fähnders, Stuttgart, Weimar: Metzler,
2009, bls. 1–19; Gérard-Georges Lemaire, Futurisme, París: Regard, 1995; Filip-
po Tommaso Marinetti, Det futuristiska manifestet – eller ‚Futurismen‘. Den nyaste
litterära skolan, ritstj. Lili von Wallenstein, Stokkhólmur: Bokbål, 2008; Eugenios
D. Mathiopoulos [Ευγένιος Δ. Ματθιόπουλος], „Το χρονικο μιας σκιαμαχίας“,
Ουτοπία. διμηνιαία έκδοση θεωρίας και πολιτισμού 19/1996, bls. 109–124. Ég
BENEDIKT HJARTARSON