Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 103
103
birtust fjölmargar fréttatilkynningar um ítalska fútúrismann í erlendum
dagblöðum og tímaritum skömmu eftir stofnun hreyfingarinnar, þar sem
gjarnan mátti finna þýðingar á brotum úr yfirlýsingu Marinettis.5 Með
þessari skipulegu dreifingu öðluðust yfirlýsingar Marinettis leiðandi hlut-
verk við mótun framúrstefnunnar og aðferða hennar á alþjóðavettvangi.
Þessari fullyrðingu er ekki ætlað að staðfesta það óskoraða leiðtogahlut-
verk sem hinn sjálfhælni höfundur „milljóna stefnuyfirlýsinga“6 taldi sig
gegna innan alþjóðlegrar framúrstefnu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.
Hér er öllu heldur vísað til þess að aðrar framúrstefnuhreyfingar brugðust
við yfirlýsingum hans með ólíkum hætti og þróuðu bókmenntagreinina
eftir eigin leiðum. Á vettvangi framúrstefnunnar má finna bæði hreyfingar
sem festu hið fútúríska yfirlýsingarform í sessi og hópa sem tóku gagnrýna
afstöðu til þessa yfirlýsingarforms eða jafnvel höfnuðu því.
Jafnvel höfundar sem höfnuðu hinu nýja bókmenntaformi sáu sig knúna
til að koma gagnrýni sinni á framfæri í „manifestóum“ eða skyldum teg-
undum „prógrammatískra“ eða „stefnumarkandi“ texta. Forvitnilegt dæmi
um þetta má finna í texta eftir þýska expressjónistann Franz Pfemfert frá
1913, þar sem höfundurinn setur fram harða gagnrýni á hið nýja tísku-
fyrirbæri og segir það stríða gegn grundvallarforsendum sannrar listsköp-
unar. Í texta sínum dregur Pfemfert upp mynd af fútúrismanum sem upp-
sprettu þeirra stefnuyfirlýsinga er nú flæði yfir álfuna, um leið og hann
undirstrikar „að við erum ekki að tala um herra Marinetti, heldur yfir-
lýsingadýrkunina“.7 Textinn ber ekki aðeins vott um það lykilhlutverk
sem yfirlýsingar Marinettis gegndu sem viðmið nýrrar fagurfræðilegrar
iðju í upphafi annars áratugarins, heldur sýnir hann um leið að jafnvel
gagnrýnin á tískubólu stefnuyfirlýsingarinnar er sett fram innan ramma
bókmenntagreinarinnar. Gagnrýni af svipuðum toga má finna í textum
eftir aðra höfunda þýska expressjónismans frá öðrum og þriðja áratugnum,
vil færa Jesper Olsson og Mariu Nikolopoulou kærar þakkir fyrir að hafa vakið
athygli mína á útgáfunum á sænsku og grísku.
5 Um slíkar fréttatilkynningar í dagblöðum og tímaritum, sjá m.a. Walter Fähnders
og Helgu Karrenbrock, „„Ich sage nämlich das Gegenteil, aber nicht immer“.
Die Avantgarde-Manifeste von Kurt Schwitters“, Manifeste. Intentionalität, ritstj.
Hubert van den Berg og Ralf Grüttemeier, Amsterdam, Atlanta: Rodopi, 1998, bls.
57–90, hér bls. 63–64; de Villers, Le Premier manifeste du futurisme, bls. 159–181.
6 F.T. Marinetti, „Movimento politico futurista“, Teoria e invenzione futurista, ritstj.
Luciano de Maria, Mílanó: Mondadori, 1968, bls. 289–293, hér bls. 290.
7 Franz Pfemfert [August Stech], „Aufruf zum Manifestantismus“, Die Aktion.
Wochenschrift für Politik, Literatur, Kunst 41/1913, bls. 957–960, hér bls. 957.
AF GOðKYNNGI ORðSINS