Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 105
105
Grundvallarforsendur gagnrýninnar koma þó óvíða fram með jafn skýrum
hætti og í hinu rússneska samhengi.
Yfirlýsingagerð rússnesku framúrstefnunnar
Ekki er hlaupið að því að setja fram almennar fullyrðingar um yfirlýsingar
sögulegu framúrstefnunnar í Rússlandi, enda má hér glögglega sjá að vett-
vangur framúrstefnunnar var markaður af innbyrðis átökum ólíkra hreyf-
inga og hópa. Fræðimenn hafa jafnan beint sjónum að örfáum þekktari
hreyfingum í samhengi rússneska fútúrismans og konstrúktívismans, en vert
er að hafa í huga að samhliða hreyfingu eins og kúbó-fútúrismanum kom
fram fjöldi „smærri“ hreyfinga sem einnig kenndu sig við „fútúrisma“, þar
á meðal egó-fútúrismi, „Kvistherbergi skáldskaparins“ [Мезонин поэзии],
„Geislendur“ [„Лучизм“], „Miðflóttaaflið“ [Центрифуга] og „Kompaní
41°“.11 Á öðrum og þriðja áratugnum þjónaði slagorðið „fútúrismi“ í
raun sem samheiti yfir þá fjölskrúðugu flóru framsækinna listhreyfinga
í Rússlandi sem síðar hafa orðið þekktar sem „framúrstefna“. Slagorðið
undirstrikaði róttæka nútímahyggju hreyfingarinnar hverju sinni og þjón-
aði því markmiði að safna táknrænu auðmagni á hinu fagurfræðilega sviði,
hóparnir „gengust við merkimiðanum sem tryggri leið til að öðlast forræði
innan þessa sviðs“.12
Ólíkir hópar í Rússlandi brugðust við yfirlýsingagerð ítölsku fútúristanna
með mismunandi hætti. Meðlimir skammlífrar hreyfingar egó fútúrismans,
Ezra Pounds Imagismus als poetische Hygiene“, þýð. Ingrid Deserno, Manifeste.
Intentionalität, bls. 319–343; Hansgeorg Schmidt-Bergmann, Die Anfänge der
literarischen Avantgarde in Deutschland. Über Anverwandlung und Abwehr des italie-
nischen Futurismus. Ein literarhistorischer Beitrag zum expressionistischen Jahrzehnt,
Stuttgart: M&P, 1991; Martin Puchner, Poetry of the Revolution. Marx, Manifestos
and the Avant-Gardes, Princeton, Oxford: Princeton University Press, 2006; Hanno
Ehrlicher, Die Kunst der Zerstörung. Gewaltphantasien und Manifestationsprakti-
ken europäischer Avantgarden, Berlín: Akademie Verlag, 2001; Wolfgang Asholt,
„Manifeste und Manifestantismus der Avantgarde in Spanien“, „Die ganze Welt ist
eine Manifestation“, bls. 161–183; Fernando J. Rosenberg, The Avant-Garde and
Geopolitics in Latin America, Pittsburgh: University of Pittsburgh Press, 2006.
11 Um þær ólíku hreyfingar sem hér eru nefndar, sjá nánar Vladimir Markov, Russi-
an Futurism. A History, Berkeley, London: University of California Press, 1968;
Russian Futurism through Its Manifestoes, 1912–1928, ritstj. Anna Lawton, Ithaca,
London: Cornell University Press, 1988; Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, ritstj.
Benedikt Hjartarson, Ástráður Eysteinsson og Vilhjálmur Árnason, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 2001, bls. 171–245.
12 Vladimir Markov, Russian Futurism. A History, bls. 118.
AF GOðKYNNGI ORðSINS