Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 106
106
sem var stofnuð af Igor Severjanin árið 1912, gripu t.a.m. upp ákveðin fút-
úrísk slagorð og viðfangsefni, en skrif þeirra héldu sig þó tryggilega innan
rótgrónari stefnumarkandi textahefðar. Sama gildir um hreyfingu sem
var skyld egó-fútúrismanum og kenndi sig við „Kvistherbergi skáldskap-
arins“, þótt upphafningu iðnaðarafurða og nútímatækni hafi verið aukið
við fagurfræðina í skrifum þessarar hreyfingar sem Vadím Shershenevitsj
kom á fót 1913. Hreyfingin varð þó ekki síður mikilvæg fyrir viðtökur á
ítalska fútúrismanum vegna rússneskra þýðinga Shershenevitsj á verkum
Marinettis.13 úrvinnslan á mælskulist Marinettis takmarkast við endur-
framleiðslu tiltekinna minna, hugtaka og slagorða en lítið fer fyrir átök-
um við þá stefnumarkandi textahefð sem rekja má aftur til symbólism-
ans.14 Dæmi um róttækari gagnrýni á hina nýju bókmenntagrein má finna
í „Stefnuyfirlýsingu sálarfútúrismans“ [„Манифест психо-футуризма“] frá
1914, sem helst mætti lýsa sem skopstælingu á yfirlýsingum egó-fútúrista
og kúbó-fútúrista. Listi með stefnumiðum hreyfingarinnar í ellefu atriðum
(skírskotunin í ellefu stefnumið ítalska fútúrismans í stofnunaryfirlýsingu
Marinettis er augljós) og röð fútúrískra nýyrða sýna hvernig textinn sækir
í hefðbundin mælskubrögð framúrstefnuyfirlýsingarinnar og færir þau út
að mörkum fáránleikans í uppskrúfaðri mælskulist. Í textanum má greina
augljósa innri togstreitu á milli fagurfræðilegra stefnumiða er hvíla á hug-
myndinni um fagurfræðilegt sjálfstæði og notkunar yfirlýsingarforms sem
leitast er við að gera óþarft.15
Slíkrar innri togstreitu gætir þó ekki aðeins í yfirlýsingum hreyfinga
13 Shershenevitsj þýddi alls þrjár bækur eftir Marinetti: Yfirlýsingar ítalska fútúrismans
[Манифесты италянского футусизма], 1914; Baráttan um Trípólí [Битва при
Триполи], 1916; Fútúristinn Mafarka [Футурист Мафарка], 1916. Upphaf þessarar
þýðingastarfsemi má rekja til Rússlandsheimsóknar Marinettis árið 1914. Sjá nánar
Vladimir Markov, Russian Futurism. A History, bls. 160–161.
14 Sjá Léon Robel, „Die Manifeste der russischen literarischen Avantgarde“, þýð.
Constanze Baethge, „Die ganze Welt ist eine Manifestation“, bls. 184–203, hér bls.
185–186. Í þessu samhengi má einnig vísa til yfirlýsingar Shershenevitsj, „Tvö orð
að lokum“, sem birst hefur í íslenskri þýðingu Árna Bergmann: Yfirlýsingar, bls.
211–215.
15 [Höf. ókunnur], „Манифест психо-футуризма“, Die Manifeste und Programmschrif-
ten der russischen Futuristen / Манифесты и программы русскых футуристов,
ritstj. Vladimir Markov, München: Wilhelm Fink, 1967, bls. 167. Sjá nánar Léon
Robel, „Die Manifeste der russischen literarischen Avantgarde“, bls. 185–190;
Rainer Grübel, „Literaturersatz, handgreifliche Kunst oder Vor-Schrift. Diskurs-
pragmatik und Bauformen, Axiologie und Intentionalität literarischer Deklaratio-
nen, Manifeste und Programme der russischen Moderne (1893–1934)“, Manifeste.
Intentionalität, bls. 161–192, hér bls. 174–182.
BENEDIKT HJARTARSON