Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 107
107
sem hægt er að staðsetja á jaðri evrópsku framúrstefnunnar, heldur setur
hún einnig mark sitt á yfirlýsingar kúbó-fútúrismans, sem átti stærstan
þátt í að móta hina nýju bókmenntagrein í Rússlandi. Hreyfingin greindi
sig frá keppinautum sínum með viðamikilli útgáfu og dreifingu stefnu-
markandi texta og það var ekki síst með útgáfu textans „Almennum smekk
gefið á kjaftinn“ árið 1912 sem kúbó-fútúristarnir sköpuðu „nýja grein
bókmenntaskrifa“ er einkenndist af „þéttleika, áhrifamiklum og óvæntum
myndum, hnyttnu orðalagi, hneigð til ögrunar og nákvæmum stefnumið-
um“.16 Þessi lýsing Léons Robel á lykilhlutverki textans „Almennum smekk
gefið á kjaftinn“ fyrir yfirlýsingagerð rússnesku framúrstefnunnar stendur
þó frammi fyrir ákveðinni þversögn, því textinn kom ekki út undir grein-
arheitinu „manifestó“ í upphaflegri gerð, þótt meðlimir hreyfingarinnar
hafi vísað til hans síðar undir þeim formerkjum – og hið sama gildir um
textann „Dómaragildra“, sem birtist ári síðar og oft er vísað til sem ann-
arrar lykilyfirlýsingar kúbó-fútúrismans.17 Báðir textarnir birtust upphaf-
lega án titils, sem formálar að þeim textasöfnum sem þeir draga síðara nafn
sitt af. Ólíkt „manifestóum“ ítölsku fútúristanna eru þessi „manifestó“
kúbó-fútúristanna upphaflega ekki gefin út sem sjálfstæð verk. Textarnir
eru öllu heldur samofnir öðru efni í ritunum sem þeir birtast í og renna
átakalaust inn í hefð hins skáldskaparfræðilega skýringarrits. Við nánari
athugun reynist notkun greinarheitisins „manifestó“ í raun vera undan-
tekning í samhengi rússnesku framúrstefnunnar og hún er vart merkjanleg
fyrr en undir lok annars áratugarins – yfir heildina litið virðast þeir textar,
sem gefnir voru út undir greinarheitinu „manifestó“ á tímabili sögulegu
framúrstefnunnar, ekki einu sinni fylla tuginn.18 Einnig kúbó-fútúristarnir
16 Léon Robel, „Die Manifeste der russischen literarischen Avantgarde“, bls. 187.
17 Sjá m.a. Vladimir Majakovskij [Владимир Маяковский], „Я сам“, Полное собрание
сочинений, 1. bindi: Стихотворения, трагедия, поэмы и статьи 1912–1917
годов, Moskva: Художественная литература, 1955, bls. 7–29, hér bls. 21; Vladimir
Majakovskij [Wladimir Majakowski], „Ich selber“, þýð. óþekktur, Werke, 4. bindi:
Prosa. Autobiographie, Reiseskizzen, Briefe, ritstj. Leonhard Kossuth, Frankfurt am
Main: Suhrkamp, 1980, bls. 9–31, hér bls. 22; Benedikt Livshits, The One and
a Half-Eyed Archer, þýð. John E. Bowlt, Newtonville, Massachusetts: Oriental
Research Partners, 1977, bls. 212.
18 Sjá m.a. Ilja Zdanevitsj og Mikhaíl Larjonov [Илья Зданевич; Михаил Ларионов],
„Почему мы раскрашиваемся. Манифест футуристов“, Die Manifeste und Pro-
grammschriften der russischen Futuristen, bls. 173–175; Ilja Zdanevitsj og Mikhaíl
Larjonov [Il’ja Zdanevič; Michail Larionov], „Warum wir uns bemalen. Manifest
der Futuristen“, þýð. vis verbi Sprachservice Kassel, Manifeste und Proklamatio-
nen der europäischen Avantgarde (1909–1938), ritstj. Wolfgang Asholt og Walter
AF GOðKYNNGI ORðSINS