Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 108
108
grípa gjarnan til nærliggjandi bókmenntagreina en sneiða hjá formi mani-
festósins, eins og sjá má t.a.m. af fjölmörgum „ávörpum“, „opnum bréfum“
og „tilskipunum“ hópsins.
Talsverð einföldun felst í því að afmarka bókmenntagrein við þá texta
sem eru gefnir út undir sjálfu greinarheitinu, en slíkir „greinarvísar“ eru
þó mikilvægur þáttur í að móta viðbrögð lesenda.19 Hér skiptir máli að
í upphafi tuttugustu aldar á manifestóið sér einkum nokkra hefð á hinu
pólitíska sviði og notkun þess í titli fagurfræðilegra texta felur því í sér
skýra vísbendingu um að hér sé vegið að hefðbundinni aðgreiningu fagur-
fræði og stjórnmála, auk þess sem greinarheitið „manifestó“ felur í sér
ótvíræðar skírskotanir til Marinettis og hreyfingar hans. Fjarvera greinar-
heitisins í Rússlandi á sér margvíslegar ástæður og má þar m.a. vísa til
merkingar orðsins og sögu bókmenntagreinarinnar í rússnesku samhengi,
þar sem hún var einkum tengd yfirlýsingum opinberra valdhafa.20 Ólíkt
því sem finna má dæmi um í Frakklandi og á Ítalíu var lítil sem engin
hefð fyrir útgáfu pólitískra „andófsyfirlýsinga“ eða fagurfræðilegra texta
undir greinarheitinu „manifestó“ í Rússlandi. Hér vegur þó þyngra að fjar-
vera greinarheitisins í skrifum kúbó-fútúrista virðist vera af herfræðilegum
toga. Þegar í „Almennum smekk gefið á kjaftinn“ birtast augljós tengsl
við það yfirlýsingaform sem rekja má til skrifa Marinettis og má hér nefna
hina hnitmiðuðu ögrun, yfirlýsingar um skilyrðislaust hefðarrof, skipulega
og sundurliðaða framsetningu fagurfræðilegrar áætlunar og notkun goð-
sögulegra mynda af nútímalegum afurðum iðnaðarþjóðfélagsins. Fjarvera
Fähnders, Stuttgart, Weimar: Metzler, 1995, bls. 67–69; Timofej Bogomazov o.fl.,
„Geislendur og Verðendur. Stefnuyfirlýsing“, þýð Árni Bergmann, Yfirlýsingar, bls.
201–207; Timofej Bogomazov [Тимофей Богомазов] o.fl., „Лучисты и будущники.
Манифест“, Die Manifeste und Programmschriften der russischen Futuristen, bls.
175–179; Léon Robel, „Die Manifeste der russischen literarischen Avantgarde“,
bls. 191–193; Ilja Zdanevitsj [Il’ia Zdanevich] o.fl., „Manifesto of the „41°““, þýð.
Anna Lawton og Herbert Eagle, Russian Futurism through Its Manifestoes, bls. 177;
Naum Gabo og Anton Pevsner, „The Realistic Manifesto“, þýð. John E. Bowlt,
Russian Art of the Avant-Garde, ritstj. J.E. Bowlt, London: Thames and Hudson,
1988, bls. 208–214. Jafnvel þeim textum sem hér eru taldir upp sem dæmi um
notkun greinarheitisins „manifestó“ ber að taka með fyrirvara, þar sem ekki hefur
reynst mögulegt að ganga úr skugga um að greinarheitið hafi fylgt þeim í frum-
útgáfu í öllum tilvikum.
19 Um hugtakið „generic signal“ eða „greinarvísir“, sjá Alastair Fowler, Kinds of
Literature. An Introduction to the Theory of Genres and Modes, Oxford: Clarendon
Press, 1982, bls. 88–105.
20 Sjá Léon Robel, „Die Manifeste der russischen literarischen Avantgarde“, bls.
184.
BENEDIKT HJARTARSON