Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 113
113
vöxt hans á ný: hann hefur létt af sér oki fortíðarinnar (Tolstoj,
Hómer, Púshkín o.fl.).33
Hér er lýst yfir skilyrðislausu hefðarrofi sem er dæmigert fyrir mælskulist
yfirlýsingarinnar: Bókmenntagreinin stefnir að sköpun nýs fagurfræðilegs
rýmis. Á dýpra lagi textans má aftur á móti sjá augljósan skyldleika við þá
hefð symbólismans sem kúbó-fútúrisminn greinir sig frá í orði kveðnu. Á
þverstæðukenndan hátt er það ekki síst mælskubragð hins sögulega rofs, í
lýsingu Khlebnikovs á því hvernig kúbó-fútúrisminn sigrast á arfleifð sym-
bólismans, sem sýnir hversu rótfastur kúbó-fútúrisminn er í hinni symból-
ísku hefð.
Lýsing Khlebnikovs á inngöngu kúbó-fútúristanna í nýtt fagurfræðilegt
rými grípur upp leiðarminni symbólískrar fagurfræði, þar sem hinni nýju
list er gjarnan lýst sem iðju er sprengi af sér heimsmynd rökhyggjunnar og
leiði mannkynið inn í hreina andlega og fagurfræðilega vídd. Þannig hefur
Irina Gutkin bent á að þráðurinn frá symbólismanum til framúrstefnunnar
í Rússlandi liggi ekki síst í dulrænum skilningi á tungumáli skáldskaparins
og þeim galdramætti sem það búi yfir. Gagnrýni kúbó-fútúrismans beinist
ekki síst að uppskrúfaðri dulhyggju symbólismans, en á endanum reynist
þessi gagnrýni tvíbent. Í „goðsögulegri heimsmyndunarfræði“ bæði sym-
bólismans og kúbó-fútúrismans var litið á „tilurð hins nýja heims sem ferli
er kviknaði í tungumálinu: sköpun nýs tungumáls gegndi lykilhlutverki í
að gera nýjan og fullkominn heim framtíðarinnar að veruleika“.34 Þannig
deildu symbólistar og kúbó-fútúristar „útópískri draumsýn nýs, algjörlega
gegnsæs tungumáls“ þar sem „táknmyndin og táknmiðið mynduðu líf-
ræna heild“ og báðir sáu fyrir sér „galdramál er byggi yfir áður óþekktum
þekkingarfræðilegum krafti og gegndi því úrslitahlutverki að særa fram
nýtt líf í nýjum heimi“.35 Lýsing Gutkin vísar annars vegar til skáldskapar-
fræðilegrar kenningar symbólismans um symbólið og hins vegar til til-
rauna kúbó-fútúristanna með „zaúm“ eða „yfirrökvíst tungumál“, sem
33 Velimir Khlebnikov [Велимир Хлебников], „! Будетлянский“, Собрание сочинений
в трех томах, 3. bindi, bls. 190–192, hér bls. 191; Velimir Khlebnikov [Velimir
Chlebnikov], „! des Budetljanin“, þýð. Peter Urban, Werke, 2. bindi: Prosa, Schrif-
ten, Briefe, ritstj. P. Urban, Reinbek: Rowohlt Taschenbuch, bls. 120–122, hér bls.
122.
34 Irina Gutkin, „The Magic of Words. Symbolism, Futurism, Socialist Realism“,
The Occult in Russian and Soviet Culture, ritstj. Bernice Glatzer Rosenthal, Ithaca,
London: Cornell University Press, 1997, bls. bls. 225–246, hér bls. 225.
35 Sama rit, bls. 225.
AF GOðKYNNGI ORðSINS