Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 117
117
afdráttarlaust rof frá hefð symbólismans með því að hverfa til efnislegra
(einkum hljóðrænna og sjónrænna) eiginda tungumálsins, sem fer „helst
að minna á sög eða eiturör villimanns“.47 Skilin við symbólismann birtast
þó ekki síst í mótun nýrrar, herskárrar mælskulistar innan bókmennta-
greinar manifestósins.
Um leið og tekið er undir greiningu Gutkin á þeim þræði sem ligg-
ur frá symbólismanum til kúbó-fútúrismans er brýnt að spyrja að hvaða
marki hugmyndir symbólismans um galdramátt orðsins eru hér endurskil-
greindar. Í skrifum kúbó-fútúrismans er trúin á þekkingarlegan sprengi-
kraft orðsins, sem talið er fært um að særa fram nýja fagurfræðilega menn-
ingu, útfærð á róttækari hátt. Stefnumarkandi textum kúbó-fútúristanna
verður ekki lýst á fullnægjandi hátt sem drögum að „skapandi listformi“
er „sýni inn í framtíðina“ og leitist við að „festa listsköpun framtíðarinnar
niður hér og nú“.48 Skilgreining Grübels, sem hér er vitnað til, heldur í
afdráttarlausa aðgreiningu sjálfstæðs sviðs bókmenntanna annars vegar og
útgáfu stefnumarkandi texta hins vegar. Fyrir vikið gefur hún engin færi
á að lýsa þeim sérstæða málskilningi sem liggur framúrstefnuyfirlýsing-
unni til grundvallar, vegna þess að bókmenntagreinin leitast við að útmá
mörkin hér á milli. Á sama hátt byggir skilningur Gutkin á verkefni kúbó-
fútúrismans á afdráttarlausri aðgreiningu „skáldlegs máls og hversdags-
máls“, sem gefur ekki færi á að lýsa sérstöðu kúbó-fútúrismans og þeirri
umbreytingu hinnar stefnumarkandi textahefðar sem greina má í skrifum
hreyfingarinnar.49 Frá sjónarhorni Gutkin birtast stefnumarkandi skrif
kúbó-fútúrismans, sem eru háð röklegu táknkerfi tungumálsins og þjóð-
félagslegri virkni þess, á endanum sem andhverfa þeirra „birtingarmynda
dulmáls“50 sem blasa við í yfirrökvísri ljóðagerð hópsins. Þannig eru text-
arnir smættaðir niður í hlutverk nauðsynlegra skýringarrita sem þjóna
eingöngu því hlutverki að styðja framkvæmd hins kúbó-fútúríska verkefnis
innan sjálfstæðs sviðs skáldskaparins. Þannig eru stefnumarkandi textar
hreyfingarinnar á endanum skilgreindir út úr sjálfu verkefni hennar og
horft fram hjá sérstæðu hlutverki þeirra í framkvæmd þess.
47 Krútsjonykh og Khlebnikov, „Слово как таковое. О художественных произведе-
ниях“, bls. 81; Krútsjonykh og Khlebnikov, „[Über Kunstwerke]“, bls. 113.
48 Irina Gutkin, „The Magic of Words. Symbolism, Futurism, Socialist Realism“, bls.
162–163.
49 Irina Gutkin, „The Magic of Words. Symbolism, Futurism, Socialist Realism“, bls.
235.
50 Sama rit, bls. 235.
AF GOðKYNNGI ORðSINS