Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 120
120
um goðkynngi orðsins runnu inn í kenninguna um symbólið og tengd-
ust upphafningu skáldsins sem spámanns er byggi yfir sérstæðu innsæi:
„Symbólistinn er allt frá upphafi goðyrki, það er handhafi dulinnar þekk-
ingar sem hefur dulin áhrif.“56 Í texta sem birtist tíu árum fyrr lýsir Balmont
því yfir að symbólisminn tali „með þýðri röddu sírenunnar eða leynd-
ardómsfullri röddu völvunnar“ og geri áheyrandanum kleift að létta af sér
„oki hversdagslífsins“.57 Í trúarlega innblásinni mælskulist Balmonts má sjá
skáld hins nýja tíma leiða mannkynið inn í æ nýjar víddir – „skáld symból-
ismans skapa efnið upp á nýtt með magnþrunginni skynjun sinni“, þannig
að lesendur „finna fyrir nálægð hins nýja og óþekkta“ og „leggja upp í átt
til staðar sem liggur fjær, æ fjær og fjær“.58 Loks má hér vísa til skrifa Belyjs,
þar sem goðkynngin verður að undirstöðu nýrrar skáldskaparfræði. Í text-
anum „Orðagaldur“ frá 1909 lýsir Belyj hinu skáldlega orði sem dulrænum
samruna alheimsins og smækkaðrar ímyndar hans í manninum (makrókos-
mos og míkrókosmos) er veiti hugverunni innsýn í dulda vídd efnisheim-
ins og dýpri skilning á sínu eigin innra lífi. Hið skáldlega orð særir fram
þriðja heiminn, þar sem maður og alheimur verða eitt:
Orðið skapar nýjan heim, þriðja heiminn – heim hljóðtákna sem
lýsa upp leyndardóma heimsins utan við sjálf mitt um leið og
heimsleyndar dómana innra með mér; hinn ytri heimur streymir
inn í sál mína, innri heimur minn streymir út í morgunroðann, í
þyt trjánna. Í orðinu, og aðeins í orðinu, skapa ég mitt ytra og innra
umhverfi, því ég er orð og er það í einu og öllu.59
56 Aleksandr Blok [Александр А. Блок], „О современном состоянии русского
символизма“,Эстетические программы и художественная практика русской
поэзии XX века, bls. 117–130, hér bls. 119; Aleksandr Blok [Alexander Block],
„Über den gegenwärtigen Zustand des russischen Symbolismus“, þýð. Eckhard
Thiele, A. Blok, Ausgewählte Werke, ritstj. Fritz Mierau, München: Hanser, 1978,
bls. 206–220, hér bls. 208.
57 Konstantin Balmont [Константин Д. Бальмонт], Элементарные слова о
символической поэзии“ [brot], Literarische Manifeste, bls. 25–27, hér bls. 26–27;
Konstantin Bal’mont, „An Elementary Statement about Symbolist Poetry“, þýð.
Ronald E. Peterson, The Russian Symbolists, bls. 38–42, hér bls. 38–39.
58 Konstantin Balmont [Константин Д. Бальмонт], „Элементарные слова о
символической поэзии“ [brot], Эстетические программы и художественная
практика русской поэзии XX века, bls. 20–25, hér bls. 24–25; Bal’mont, „An
Elementary Statement about Symbolist Poetry“, bls. 41.
59 Andrej Belyj [Андрей Белый], „Магия слов“, Критика. Эстетика. Теория сим-
волизма, 1. bindi, Moskva: Искусство, 1994, bls. 226–244, hér bls. 227; Andrej
Belyj [Andrey Bely], „The Magic of Words“, þýð. Steven Cassedy, A. Belyj, Selected
BENEDIKT HJARTARSON