Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 123
123
og „leyndardómsfullan mátt orðsins, sem fær þann mátt að geta jafnvel
þvingað guðina niður á jörðina“ liggur í þeim skilningi á hlutverki viljans
sem sprettur af slíkri nútímalegri galdratrú.67
Khlebnikov og innrás Marsbúanna
Eitt sérstæðasta dæmið um samband goðkynngi og yfirlýsingaiðju framúr-
stefnunnar má finna í „Trompet Marsbúanna“ frá 1916. Um er að ræða
þrjú textabrot sem eru tengd saman undir þessum titli: stefnumark-
andi texti sem er undirritaður af Velimir Khlebnikov, Mariju Sinjakovu,
Boshidar, Grigorij Petnikov og Nikolaj Asejev og þjónar sem inngangur,
nokkuð lengri hluti sem er gefinn út undir nafni Khlebnikovs og loks
listi með fyrirskipunum sem er undirritaður af Khlebnikov með nafninu
„Velimir I. konungur tímans“.68
Textinn tilheyrir flokki yfirlýsinga sem Khlebnikov gaf út eftir viðskiln-
að sinn við hreyfingu kúbó-fútúrismans árið 1914 og tengjast starfsemi
hóps fútúrista í kringum forlagið Líren. Hópurinn samanstóð að stofni
til af fyrrverandi meðlimum hreyfingarinnar „Miðflóttaafl“, en um var að
ræða nokkur ung skáld sem tengdust vegna sameiginlegs áhuga á máltil-
raunum kúbó-fútúrista, sem þau töldu gefa færi á að brjótast undan þeirri
symbólísku arfleifð er mótaði fagurfræði „Miðflóttaaflsins“.69 Frá og með
árinu 1914 gaf Khlebnikov út nokkra stefnumarkandi texta í samvinnu við
hópinn, þ. á m. „Trompet Marsbúanna“ og fleiri ávörp sem hann undir-
ritaði ásamt Petnikov undir heitinu „Forsetar jarðarkringlunnar“. Textar
Khlebnikovs frá árunum 1916 og 1917 eru einkar athyglisverðir vegna
þess að hér má sjá viðleitni til róttækrar endurskilgreiningar á hinu kúbó-
fútúríska yfirlýsingarformi innan ramma útópísks verkefnis sem stefnir að
ummyndun alheimsins. Textarnir eru jafnframt forvitnilegt dæmi um þann
samslátt ólíkra útópískra hugmyndakerfa sem einkennir rússneska menn-
ingarumræðu á síðari hluta annars áratugarins og á þriðja ára tugnum.
Á þessu tímabili spretta upp fjölbreytileg útópísk verkefni, með rætur í
fagur fræði, dulspeki og vísindahyggju, sem kalla eftir samstilltu átaki vís-
inda, listsköpunar og tækni í því skyni að knýja á um allsherjarumbyltingu
67 Sama rit, bls. 630–631.
68 Velimir Khlebnikov [Велимир Хлебников], „Труба Марсиан“, Собрание сочинений
в трех томах, 3. bindi, bls. 209–211, hér bls. 211; Velimir Khlebnikov [Velimir
Chlebnikov], „Trompete der Marsianer“, þýð. Rosemarie Ziegler, Werke, 2. bindi,
bls. 249–252, hér bls. 252.
69 Sjá nánar Vladimir Markov, Russian Futurism. A History, bls. 228–275.
AF GOðKYNNGI ORðSINS