Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 124
124
með því að styrkja vald mannsins yfir náttúruöflunum og efnisheiminum
og móta þannig nýtt mannkyn.70
Í opnunarorðum „Trompets Marsbúanna“ grípa mælendurnir upp dul-
spekilegar hugmyndir, sem framúrstefnuhreyfingar í Rússlandi og víðar í
Evrópu höfðu unnið með áður: „Fólk! Heili mannsins hoppar enn í dag um
á þremur fótum (þremur öxlum rýmisins)! Við, plógmennirnir sem yrkjum
heila mannkyns, festum nú fjórða fótinn á þennan hvolp, nefnilega öxul
tímans.“71 Mynd þrífætta hvolpsins og mælendanna sem festa á hann fjórða
fót tímans felur í sér augljósa skírskotun til hugmyndarinnar um „fjórðu
víddina“, sem hafði þjónað sem útgangspunktur margvíslegra útópískra
sýna í rússnesku framúrstefnunni. Í skrifum fyrri framúrstefnuhreyfinga
hafði fjórða víddin jafnan þjónað sem rýmisbundin hugmynd og hold-
gerving mannlegrar þróunar í átt til æðri, andlegrar víddar, en í „Trompet
Marsbúanna“ er hún lögð að jöfnu við tímann. Framtíðarsýnin sem varpað
er fram í textanum er til marks um sívaxandi hneigð, sem greina má jafnt
í orðræðu vísinda, dulspeki og fagurfræði á öðrum áratugnum, í þá átt að
skilgreina fjórðu víddina sem tímann, með hliðsjón af afstæðis kenningu
Einsteins. Um leið sækir textinn þó til útópískra hugmynda nútímadul-
speki og fyrri framúrstefnuhreyfinga og endurvirkjar þær innan ramma
nýs fagurfræðilegs verkefnis.72
Mælendurnir horfa utan úr geimnum á þann heim sem enn er fanginn
í rýmisbundna hugsun og lýsa yfir: „við hrindum af okkur siðlausu slúðri
fortíðarmannanna sem dreymir um að narta í hælana á okkur. Því við erum
gulir (villa í samhljóði). En við erum dýrðlegir í staðföstum drottinsvikum
okkar við fortíðina.“73 Yfirlýsingin um algjört sögulegt rof, sem er grund-
vallareinkenni á mælskulist manifestósins, er færð í stílinn sem guðleg rödd
mælenda er hafa stigið inn í hreina vídd tímans. Notkun nútíðar í textanum
70 Um þau verkefni sem hér eru nefnd og tengsl þeirra við stjórnmálastarf, fagurfræði,
lífvísindi og dulspekihreyfingar í Rússlandi á umræddu tímabili, sjá nánar ítarlega
samantekt Michaels Hagemeister í greininni „„Unser Körper muss unser Werk
sein.“ Beherrschung der Natur und Überwindung des Todes in russischen Proj-
ekten des frühen 20. Jahrhunderts“, Die neue Menschheit. Biopolitische Utopien in
Russland zu Beginn des 20. Jahrhunderts, ritstj. Boris Groys og Michael Hagemeister,
Frankfurt am Main: Suhrkamp, 2005, bls. 19–67.
71 „Труба Марсиан“, bls. 209; „Trompete der Marsianer“, bls. 249.
72 Sjá nánar um „fjórðu víddina“ og óevklíðska rúmfræði í nútímalist, með hliðsjón af
tengslum fagurfræði, dulspeki og vísinda, ítarlega umfjöllun Lindu D. Henderson í
The Fourth Dimension and Non-Euclidian Geometry in Modern Art, Princeton, New
Jersey: Princeton University Press, 1983.
73 „Труба Марсиан“, bls. 209; „Trompete der Marsianer“, bls. 249.
BENEDIKT HJARTARSON