Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 125
125
undirstrikar að ekki er um að ræða gjörning sem liggur í framtíðinni, held-
ur atburð sem þegar er orðinn. „Ágræðsla“ fjórða fótarins á „hvolp heilans“
vísar til þeirrar ummyndunar mannsins sem á sér stað með málgjörningi
yfirlýsingarinnar sjálfrar. Gripið er til dulspekilegrar orðræðu í því skyni
að setja yfirlýsinguna fram sem málgjörning er umbreytir manninum og
leiðir hann inn í æðri vídd. Ummerki málspekilegra hugmynda sem hvíla
á goðkynngi má finna þegar í fyrri yfirlýsingum Khlebnikovs, þar sem
hann lýsir andlegri frelsun mannsins er leiði frá hinu nýja orði til nýrrar
hugsunar, nýrrar hegðunar og loks myndunar nýrrar menningar – eins og
sjá má í texta frá 1913: „Við boðum: orðið stýrir heilanum – höndunum –
ríkjunum. Bryggjan yfir til ríkisins sem er sjálfu sér nógt er orðið sem er
sjálfu sér nógt.“74 Í „Trompet Marsbúanna“ er þessi málspeki ummynduð í
hnitmiðaða skáldskaparfræði framúrstefnuyfirlýsingarinnar.
Mynd heilans gegnir mikilvægu hlutverki þegar reynt er að rekja sifjar
þeirrar málspeki sem birtist í textanum. Eins og finna má skýrt dæmi um
í texta eftir Papus, einn helsta kenningasmið evrópskrar nútímadulspeki
sem var vel þekktur í Rússlandi á þessum tíma,75 var goðkynngin tengd
umbreytingu heilans í orðræðu dulspekinnar:
Við rödd og einkum bæn goðyrkjans hörfa og jafnvel stöðvast veik-
indin, jafnvel dauðinn, heilar mannanna umbreytast og jafnvel er
hægt að breyta myndum astralheimsins eða fá þær til að hverfa.
Þetta eru þær myndir sem spámennirnir sjá myndast á astralsviðinu
og þannig geta gjörðir goðyrkjans ónýtt sérhvern spádóm.76
Frá sjónarhorni dulspekingins er goðkynngin þess megnug að ummynda
heilann og veita innsýn í leyndar víddir alheimsins. Í inngangi rits-
74 Velimir Khlebnikov [Велимир Хлебников], „Неизданная статья“, Собрание
сочинений в трех томах, 3. bindi, bls. 178–180, hér bls. 178; Velimir Khlebnikov
[Velimir Chlebnikov], „Der nichtveröffentlichte Aufsatz“, þýð. Peter Urban,
Werke, 2. bindi, bls. 99–102, hér bls. 99–100.
75 Papus (Gérard Encausse) fór í nokkrar heimsóknir til Rússlands á tímabilinu
1900–1905 og a.m.k. ellefu verk höfundarins birtust í rússneskum þýðingum á þess-
um tíma. Sjá Maria Carlson, „Fashionable Occultism. Spiritualism, Theosophy,
Freemasonry, and Hermeticism in Fin-de-Siècle Russia“, The Occult in Russian and
Soviet Culture, bls. 135–167, hér bls. 151; Edward Kasinec og Boris Kerdimun,
„Occult Literature in Russia“, The Spiritual in Art. Abstract Painting 1890–1985,
ritstj. Maurice Tuchman, New York: Abbeville, 1986, bls. 361–365, hér bls. 362.
76 Papus, Qu’est-ce que l’Occultisme? Psychologie – Métaphysique – Logique – Morale –
Théodicée – Sociologie – Pratiques. Traditions de l’Occultisme. Suivi de Pourquoi somme-
nous sur Terre? et de L’Astral des Choses, París: Leymarie, 1989, bls. 55.
AF GOðKYNNGI ORðSINS