Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 126
126
ins Vígðir meistarar, frá árinu 1889, lýsir Édouard Schuré goðkynnginni
ekki aðeins sem æðstu, heldur um leið hættulegustu iðju dulspekingsins:
„Goðkynngilistin, æðsta list fjölkunnáttumannsins, sem er jafnsjaldgæf og
hún er hættuleg og örðug, fólgin í meðvituðum samskiptum við anda á
ýmsum stigum og í valdi yfir þeim.“77 Einnig Papus lýsir því hvernig goð-
yrkinn öðlast beint „vald til að hafa meðvituð áhrif á andana á öllum svið-
um hinnar sýnilegu og ósýnilegu náttúru“.78
„Trompet Marsbúanna“ grípur upp og útfærir á róttækan hátt slíkar
hugmyndir um alvald goðkynnginnar innan ramma fagurfræðilegs verk-
efnis framúrstefnunnar. Galdramáttur hins fagurfræðilega ímyndunarafls
veitir mælendunum ekki aðeins innsýn í vídd hins hreina tíma, sem er
„ruddalegri þjóð rýmisins“79 hulin, heldur hafa þeir þegar komið sér fyrir
í þessari vídd og snúa nú aftur til rýmisins til að koma boðskap sínum
á framfæri. Sýn symbólismans á tungumál skáldskaparins sem „lykil að
leyndardómunum“ fær á sig efnislega mynd í yfirlýsingu Khlebnikovs.
Í texta sínum frá árinu 1904 lýsir Brjúsov hlutverki hins nýja skáldskapar-
máls symbólismans, sem er ætlað að opna leiðir út úr „ringulreið hinna
fölsku hugtaka“ – symbólið opnar lesandanum dyr inn í aðra vídd fyrir
náð dýpri þekkingar skáldsins á lögmálum heimsins.80 Líkt og symbólistar
Brjúsovs hafa mælendurnir í texta Khlebnikovs í fyrstu fundið þennan
lykil, en síðan hafa þeir kosið að halda honum fyrir sjálfa sig og leggja
í könnunarleiðangur inn á lendur hins óþekkta sem „bardagasveit upp-
finningamanna“.81 Í „Trompet Marsbúanna“ snúa þeir aftur til að miðla, í
formi yfirlýsingar, þeirri þekkingu sem þeir hafa öðlast í hinni leyndu vídd
og leysa íbúa rýmisins undan eymdinni. Ólíkt symbólistunum láta þessir
mælendur sér ekki nægja hlutverk sjáandans sem getur miðlað hugboði
sínu eða vitrunum, Marsbúar Khlebnikovs stíga öllu heldur fram sem gest-
ir úr framtíðinni og hrinda spádómnum í framkvæmd. Líkt og goðyrkinn
í lýsingu Papus þekkja þeir ekki aðeins vídd leyndardómanna, heldur geta
þeir mótað hana að vild og þar með svipt mannkynið möguleikanum á
frekari spádómum.
77 Schuré, Vígðir meistarar, bls. 22. Sjá É. Schuré, Les Grands initiés. Esquisse de l’histoire
secrète des religions, París: Perrin, 1921, bls. xix–xx.
78 Papus, Qu’est-ce que l’Occultisme?: 49–50.
79 „Труба Марсиан“, bls. 210; „Trompete der Marsianer“, bls. 251.
80 Brjúsov, „Ключи тайн“, bls. 28; Brjúsov, „Keys to the Mysteries“, bls. 63.
81 „Труба Марсиан“, bls. 211; „Trompete der Marsianer“, bls. 251.
BENEDIKT HJARTARSON