Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 128
128
felur ekki aðeins í sér beina tengingu við þá yfirlýsingahefð sem rekja má
til skrifa Marinettis og íróníska skírskotun til afþreyingar bókmennta alda-
hvarfanna, hún undirstrikar jafnframt tengsl þess tímaflakks, sem hér er
sýnt, við dulspekilegar hugmyndir um fjórðu víddina, sem gegndu mikil-
vægu hlutverki í The Time Machine eftir Wells frá 1895.89
Slíkar vísanir eru ekkert einsdæmi, því finna má fleiri dæmi um að höf-
undar framúrstefnunnar og symbólismans vísi til skrifa Wells og nýti sér
þau sem grundvöll fyrir dulræna málspeki og fagurfræðilegar tilraunir.90
Hér má m.a. benda á forvitnilega ritgerð Alfreds Jarry um tímaflakk og
drög hans að nýrri, fagurfræðilega ígrundaðri vísindaiðju í „nývísindalegu
skáldsögunni“ Gestes et opinions du docteur Faustroll, Pataphysicien [Gjörðir
og skoðanir patafýsikersins dr. Faustroll] frá 1911.91 Minni innrásarinnar frá
Mars er heldur ekkert einsdæmi í samhengi sögulegu framúrstefnunn-
ar, því júgóslavneski zenitistinn Ljubomir Micić grípur t.a.m. til mynd-
ar uppreisnarseggja frá Mars á miðjum þriðja áratugnum til að leggja
áherslu á kosmíska vídd hins fagurfræðilega verkefnis hreyfingar sinnar.92
Annað dæmi um hlutverk þessa minnis á mörkum afþreyingarmenningar
og fagur fræðilegrar framtíðarsýnar á forsendum framúrstefnu má finna í
kvikmyndaaðlögun Jakovs Protashanov á skáldsögu Aleksejs Tolstoj Aelita,
frá árinu 1923, þar sem konstrúktívistinn Aleksandra Ekster sá um hönnun
búninga og sviðsmynda fyrir hinn annarlega heim á fjarlægum hnetti.93
Loks mætti hér benda á Sögur frá Mars [Повести о Марсе] eftir stjörnu-
fræðinginn og fyrrverandi egó-fútúristann Graal-Arelskij frá 1925, sem
greina frá árangursríkri byltingu verkamanna á Mars gegn drottnandi stétt
kapítalista.94
89 H.G. Wells, „The Time Machine“, The Complete Science Fiction Treasury of H. G.
Wells, bls. 3–66.
90 Í þessu samhengi er einnig vert að benda á tengsl Wells við dulspekihreyfingar og
andlegar hefðir, sjá m.a. James Webb, The Occult Underground, Lasalle, Illinois:
Open Court, 1974, bls. 352–354.
91 Alfred Jarry, „Commentaire pour servir à la construction pratique de la machine à
explorer le temps“, Œuvres, ritstj. Michel Décaudin, París: Robert Laffont, 2004,
bls. 542–548; Alfred Jarry, „Gestes et opinions du docteur Faustroll, Pataphysicien.
Roman néo-scientifique“, Œuvres, bls. 475–548.
92 Ljubomir Micić [Lioubomir Mitzitch], „Barbarogénie“, Зенит. Међународни
часопис 41/1926, bls. 1.
93 Sjá David Gillespie, Russian Cinema, Harlow: Pearson Education, 2003, bls.
185–186.
94 Sjá Vladimir Markov, Russian Futurism. A History, bls. 66–67.
BENEDIKT HJARTARSON