Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 129
129
Þær ímyndir Mars sem birtast í skrifum sögulegu framúrstefnunnar
spretta af tengslum textanna við orðræðu (hefðbundinna og óhefðbund-
inna) vísinda í hinu menningarlega umhverfi. Ímynd hins dulda tungu-
máls á plánetunni er sérstakrar athygli verð og gagnast til að lýsa nánar
þeirri nýju fagurfræðilegu tungu sem Marsbúarnir leiða inn í jarðlífið í
texta Khlebnikovs. Athyglisverðasta dæmið um dulið tungumál Marsbúa
frá upphafi tuttugustu aldar má finna í starfsemi miðilsins Hélène Smith,
sem ferðaðist til plánetunnar í trúarlegri leiðslu og kom færandi hendi
til baka, með sögur, landslagslýsingar og dulin skilaboð á yfirjarðneskri
tungu. Reynslu sinni lýsti Smith í syrpu teikninga og prentskissa, þar sem
hún leitaðist við að miðla ritmáli Marsbúanna. Verk Smith urðu þekkt
með útgáfu bókarinnar Des Indes à la planète Mars [Frá Indíum til plánetunnar
Mars] eftir Théodore Flournoy, sem kom út árið 1900, þar sem sálfræð-
ingurinn greindi frá upplifunum Smith og leitaðist við að varpa ljósi á
hina framandi tungu. Bók Flournoys byggði á þátttöku hans í miðilsfund-
um Smith um nokkurra ára skeið og fékk talsverða útbreiðslu, m.a. með
þýðingum á önnur evrópsk mál.95 Miðilsstarfsemi Smith og tilraunir með
ósjálfráð skrif létu eftir sig margvísleg spor í starfsemi framúrstefnunnar
og André Breton hóf þessa gyðju ósjálfráðra skrifa t.a.m. til öndvegis sem
eina af fyrirrennurum súrrealismans.96
Mynd Marsbúanna í yfirlýsingu Khlebnikovs sækir í margvíslegar orð-
ræður á sviði vísinda, dulspeki og afþreyingarbókmennta, engu síður en
fagurfræði symbólismans og framúrstefnunnar, og ekki er hægt að afgreiða
textann með einföldum hætti sem íróníska aðlögun á bókmenntagrein
manifestósins, þar sem grafið sé undan hefðbundnu og inngrónu valdboði
hennar. Textinn grípur upp brot úr ólíkum orðræðum, sem draga með
sér ólíkar þekkingarlegar forsendur og skírskotanir sem gera erfitt um
vik að setja fram þétta eða nákvæma lýsingu á þeim málgjörningi sem
felst í yfirlýsingunni. Þetta kemur varla á óvart ef horft er til þess að sér-
staða skrifa Khlebnikovs felst ekki síst í því hversu ólíkar uppsprettur þau
sækja í – allt frá „fuglafræði og rúmfræði til rússneskrar bókmenntahefðar
(einkum Púshkins og Gogols), forsókratískrar heimspeki, Platons, sófist-
anna, Aristótelesar, grískrar, slavneskrar og egypskrar goðafræði, íslams
og búddisma, og loks guðspeki, Leibniz, Novalis og síðast en ekki síst
95 Sjá nánar Daniel Rosenberg, „Speaking Martian“, Cabinet 1/2000-2001, rafrænt
tímarit án blaðsíðutals: http://cabinetmagazine.org/issues/1/i_martian.php.
96 Sjá m.a. André Breton, „Le Message automatique“, Œuvres complètes, 2. bindi, ritstj.
Marguerite Bonnet, París: Gallimard, 1992, bls. 375–392.
AF GOðKYNNGI ORðSINS