Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 131
131
tilraunir rakti Khlebnikov til röklegrar niðurstöðu í líkani að „stjörnu-
máli“ sem hann þróaði á árunum 1922 og 1923, en greina má skýran vísi
að því líkani í þeim opinberunum sem berast úr handanveruleika tímans
í „Trompet Marsbúanna“.101 Þegar í þessari yfirlýsingu má greina afdrátt-
arlaust rof frá symbólismanum: Skáldskapur framtíðarinnar lætur sér ekki
lengur nægja óræðar og dulrænar vísanir. Í fagurfræði symbólismans var í
gildi það grundvallarlögmál að heimurinn yrði „hvorki mældur né reikn-
aður út“,102 en í tímaútópíu Khlebnikovs er sannarlega hægt að festa hann í
tölur, þótt það verði ekki gert með aðferðum hefðbundinna vísinda, heldur
aðeins í krafti nýrrar og æðri þekkingar sem er af fagurfræðilegri rót.103
Ólíkt skáldskap symbólismans tekur hin nýja fagurfræðilega iðja skrefið
inn í ríki leyndardómanna til fulls, aflar sér þekkingar með empírískum
rannsóknum á staðnum og færir þessa þekkingu til þeirra sem eftir sitja.
Rofið frá þeirri yfirlýsingaiðju sem rekja má til skrifa Marinettis blasir
einnig við. Ítalski fútúristinn fær vissulega sæti í „Dúmu Marsbúanna“, en
honum er hleypt þangað inn af þeim sem hafa þegar komið sér fyrir í hinni
nýju vídd og rannsakað hana samkvæmt ströngum reglum vísindanna.
Lýsingu Khlebnikovs á smáu hlutunum úr framtíðinni, sem leiða inn í nýja
vídd, má þannig lesa sem skáldskaparfræðilega hugleiðingu um sjálft yfir-
lýsingarformið og speglun á nýju, skynsamlega ígrunduðu og vísindalegu
afbrigði manifestósins. Hér birtist á afgerandi hátt sú útópíska framtíðar-
sýn sem er drifkraftur yfirlýsinga framúrstefnunnar og Khlebnikov hefur
brugðið upp magnaðri mynd af en aðrir höfundar:
Þann möguleika að sjá framtíðina hef ég í ritgerðum mínum leit-
ast við að styðja skynsamlegum rökum með því að setja fram réttar
101 Sjá Velimir Khlebnikov [Velimir Chlebnikov], „Auszüge aus den Tafeln des Schick-
sals“, þýð. Peter Urban, Werke, 2. bindi, bls. 341–400; Sylvia Sasse og Sandro
Zanetti, „Statt der Sterne. Literarische Gestirne bei Mallarmé und Chlebnikov“,
Gestirn und Literatur im 20. Jahrhundert, ritstj. Maximilian Bergengruen, Davide
Giuriato og Sandro Zanetti, Frankfurt am Main: Fischer Taschenbuch, 2006, bls.
103–119.
102 Vjatsjeslav Ivanov [Вячеслав И. Иванов], „Заветы символизма“, Эстетические
программы и художественная практика русской поэзии XX века, bls. 44–66, hér
bls. 58; Vjatsjeslav Ivanov, „The Precepts of Symbolism“, þýð. Ronald E. Peterson,
The Russian Symbolists, bls. 143–156, hér bls. 151.
103 Um sifjar og hefð þeirrar dulspekilegu stærðfræði sem hér má greina í skrifum
Khlebnikovs og tengsl hennar við heimsfræðikenningar á sviði nútímadulspeki, sjá
nánar Robert Matthias Erdbeer, Die Signatur des Kosmos. Epistemische Poetik und die
Genealogie der Esoterischen Moderne, Berlín: De Gruyter, 2010.
AF GOðKYNNGI ORðSINS