Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 132
132
athuganir um lögmál tímans, og í kenningum mínum um orðið hef
ég oft átt samræður við √ Leibniz […]
Smáu hlutirnir eru mikilvægir þegar þeir leiða inn í framtíðina,
á sama hátt og stjörnuþoka dregur á eftir sér eldtungu. Hraði þeirra
þarf að vera slíkur að þeir nái að rjúfa mörk samtímans. Við vitum
ekki fyrirfram hvað þessi hraði mun leiða af sér. En við vitum að
hlutur er góður þegar hann kveikir í samtímanum eins og loftsteinn
úr framtíðinni.104
úTDRÁTTUR
Af goðkynngi orðsins
Um yfirlýsingar evrópsku framúrstefnunnar
og galdratrú í rússneskum fútúrisma og symbólisma
útgáfa stofnunaryfirlýsingar ítalska fútúrismans eftir Filippo Tommaso Marinetti
árið 1909 hratt af stað bylgju slíkra texta víðs vegar um Evrópu, þar sem skáld og
listamenn brugðust við hinni nýju bókmenntagrein með ólíkum hætti. Yfirlýsingar
rússnesku framúrstefnunnar eru eitt forvitnilegasta dæmið um gagnrýnin viðbrögð
við skrifum Marinettis og á það ekki síst við um skrif kúbó-fútúristanna, sem lögðu
áherslu á að endurnýjun menningarinnar þyrfti að eiga uppruna sinn í sjálfstæðu
rými skáldskaparins. Textar hreyfingarinnar eru lýsandi dæmi um hvernig yfirlýsing-
in verður að sjálfstæðum og listrænum textamiðli í starfsemi sögulegu framúrstefn-
unnar, sem ætlað var að knýja fram andlega byltingu. Textarnir eru jafnframt skýrt
dæmi um samfelluna sem greina má í færslunni frá symbólisma til framúrstefnu í
evrópskri menningu, eins og glögglega kemur í ljós þegar sjónum er beint að hlut-
verki nútímadulspeki og einkum hugmyndarinnar um goðkynngi í hinni nýju fagur-
fræði.
Lykilorð: stefnuyfirlýsingar, framúrstefna, kúbó-fútúrismi, dulspeki, goðkynngi
ABSTRACT
Theurgy of the Word
On the Early Avant-garde Manifesto
and Notion of Magic in Russian Futurism and Symbolism
The publication of Filippo Tommaso Marinetti’s founding manifesto of Italian Fut-
urism in 1909 marked the beginning of an extensive publication of such texts all
104 Velimir Khlebnikov [Велимир Хлебников], „Свояси“, Собрание сочинений в
трех томах, 3. bindi, bls. 254–257, hér bls. 255; Velimir Khlebnikov [Velimir
Chlebnikov], „Mein Eignes. Vorwort zu einer nicht erschienen Ausgabe“, þýð.
Rosemarie Ziegler, Werke, 2. bindi, bls. 7–12, hér bls. 10.
BENEDIKT HJARTARSON