Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 138
138
í reikninginn verður greinaúrvalið enn fjölbreyttara: Star Wars (1977)
leikur á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar, Pale Rider (1985) er vestri,
Breaking the Waves (1996) er melódrama og The Matrix (1999) er hasar-
mynd með vísindaskáldsöguívafi.8
Það getur brugðið margvíslegri og upplýsandi birtu á umræddar mynd-
ir að skilgreina og skoða þær sem Jesúmyndir. Hafa ber þó í huga að það
er á öðrum forsendum en liggja að baki gerð myndanna (iðnaðarskil-
greining) og sameiginlegum einkennum texta þeirra (teoretísk greining).9
Stjórnendur kvikmyndaveranna kváðu ekki á um framleiðslu Jesúmynda
líkt og þeir gerðu með vestra eða epískar stórmyndir. Hvað varðar texta-
fræðilega flokkun er það heldur óhaldbær skilgreining að ákveðin persóna
komi við sögu í ljósi annars alls óskyldra eiginleika myndanna sem jafnframt
skipa þeim í raðir hefðbundinna kvikmyndagreina. Hvað varðar frásagn-
aruppbyggingu, form og stíl á Jesus Christ Superstar meira sameiginlegt
með Singin’ in the Rain (1952), Hair (1972) og Með allt á hreinu (1982) en
The Kings of Kings eða Il Vangelo secondo Matteo. Jesúmyndarskilgreiningin
horfir enn fremur framhjá fjölmörgum þáttum sem sækja merkingu sína
annað en í Nýja testamentið.
Kvikmyndaiðnaðurinn og bandarískt samfélag
The King of Kings er margbrotin mynd sem framleidd er á miklum tíma-
mótum í Hollywood hvað varðar kvikmyndatækni, skipulag iðnaðarins
og samfélagstengsl. Þá tilheyrir hún vaxandi og áberandi kvikmyndagrein,
er gerð af einhverjum helsta leikstjóra bandarískrar kvikmyndasögu og er
á köflum nokkuð nýstárleg í framsetningu. Í alla þessa þætti sækir hún
merkingu sína, ekki síður en í guðspjöllin.
Það eru til tvær útgáfur af The King of Kings, upphaflega viðhafnarútgáf-
8 Dæmin eru sótt í greinasafnið Guð á hvíta tjaldinu, sem hefur m.a. að geyma fjöl-
breyttar greinar um Jesúmyndir og kristsgervinga.
9 Fræðimenn sem gert hafa kvikmyndagreinar að umfjöllunarefni sínu hafa lengi
deilt um hvort það beri að fylgja eftir greinanotkun iðnaðarins sjálfs eða hvort það
sé hlutverk fræðimanna að skilgreina greinarnar með rannsókn á sameigin legum
eiginleikum textanna sem um ræðir. Sem dæmi um fyrrnefnda sjónarmiðið, sjá
Steve Neale, „Vandamál greinahugtaksins“, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elís-
son, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 125–160. Fyrst birt sem „Questions of
Genre“, Screen 1/1990, bls. 45–66; sem dæmi um síðarnefnda sjónarmiðið, sjá Rick
Altman, „Merkingarfræðilegur/setningafræðilegur skilningur á kvikmyndagrein-
um“, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, bls. 105–123. Fyrst birt sem „A
Semantic/Syntactic Approach to Film Genre“, Cinema Journal 3/1984, bls. 6–18.
BJöRN ÆGIR NORðFJöRð