Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 142
142
(1919), Male and Female (1919) og Why Change Your Wife? (1920), og
skörtuðu Gloriu Swanson í hlutverki frjálslyndrar „flapper“-stúlku – hinn-
ar nýju ögrandi konu sem hafnaði hefðbundnum kynjahlutverkum í útliti,
heimilis-, einka- og jafnvel kynlífi. Árið 1923 leikstýrir DeMille svo fyrstu
epísku stórmyndinni sinni, The Ten Commandments, en nafn hans hefur
tengst þeirri kvikmyndagrein allar götur síðan – líkt og nöfn Johns Ford og
vestrans og Alfreds Hitchcock og þrillersins. Stuttu eftir gerð hennar
yfirgaf DeMille Paramount og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, framleiðanda
The King of Kings, en yfirgaf það síðar eftir samruna við Pathé Exchange.
Eftir að hafa leikstýrt nokkrum myndum fyrir MGM sneri DeMille aftur
til Paramount og það er þá sem hann gerir víðfrægar epískar myndir á
borð við The Sign of the Cross (1932), Cleopatra (1934) og The Crusades
(1935). Þetta voru rándýrar myndir þar sem mikið var lagt í framandi
sviðsmyndir og búninga, heilmikil persónugallerí og ofgnótt statista. Þær
urðu þó æði umdeildar þar sem DeMille nýtti sér exótíska umgjörð þeirra
til að réttlæta talsverða bersögli í kynferðismálum. Mætti nefna sem dæmi
atriðið þar sem Claudia Colbert baðar sig hálfnakin upp úr asnamjólk í The
Sign of the Cross, eða þar sem hún í hlutverki Kleópötru táldregur Markús
Antoníus með íburðarmikilli erótískri sýningu þar sem meðal annars hlé-
barðar koma við sögu. Ásamt kvikmyndum um mafíósa og „fallnar“ konur
urðu þessar myndir umdeildar og skotspónn þeirra sem vildu hreinsa til í
syndabælinu Hollywood. Hvort sem það er tilviljun eður ei, fækkar epísku
myndunum talsvert eftir að farið var að framfylgja Hays-sáttmálanum fyrir
alvöru árið 1934, en DeMille er svo aftur fyrirferðarmikill við endurfæð-
ingu epísku stórmyndarinnar á fimmta og sjötta áratugunum, sbr. Samson
and Deliah (1949), The Greatest Show on Earth (1952) og síðustu mynd
hans, The Ten Commandments (1956).
Sé The King of Kings sett í samhengi við höfundarverk DeMilles almennt
og epísku stórmyndina sérstaklega skýrast ýmsir þættir myndarinnar sem
fara á skjön við ritninguna. Hér liggur beinast við að taka sem dæmi þá
Maríu Magdalenu (Jacqueline Logan) sem birtist í myndinni og á sér fáa
líka. Í einhvers slags rómverskri svallveislu kelar hún klædd glæfralegum
brjóstahaldara við hlébarða áður en hún þeysir af stað á vagni teymdum
af sebrahestum í leit að Júdasi (Joseph Schildkraut) sínum.14 Þessi María
14 Fagurfræðilega séð er atriðið dæmigert fyrir kvikmyndagerð DeMilles á þriðja
áratugnum, sem kannski í takt við afturhaldssöm umfjöllunarefnin hafði horfið af
braut þeirra tilraunakenndu nýjunga sem einkenndu myndir hans framan af öðrum
áratug aldarinnar. Sjá umfjöllun um fagurfræði DeMilles á öðrum áratugnum hjá
BJöRN ÆGIR NORðFJöRð