Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 145
145
úTDRÁTTUR
Að kvikmynda guðdóminn
Cecil B. DeMille, epíska stórmyndin og konungur konunganna
Í greininni er velt upp kostum og göllum þess að skilgreina kvikmynd á borð við The
King of Kings í leikstjórn Cecils B. DeMille sem Jesúmynd, en hefð hefur myndast
fyrir því að flokka sérstaklega saman kvikmyndir sem fjalla um ævi og störf Jesú.
Bent er á að slík flokkun stangast á við tvær helstu kvikmyndafræðilegu skilgrein-
ingarnar á kvikmyndagreinum: annars vegar teoretíska og hins vegar iðnaðar. Í ljósi
þeirrar fyrri myndu Jesúmyndir flokkast til jafn-ólíkra greina og epískra stórmynda
(t.d. The King of Kings) og söngva- og dansamynda (t.d. Jesus Christ Superstar), en
seinni skilgreiningin leggur áherslu á flokkanir og hvata iðnaðarins sjálfs. Í fram-
haldi er The King of Kings greind í ljósi sögulegra iðnaðar- og samfélagsþátta sem
móta inntak myndarinnar með afgerandi hætti en varða þó ekki stöðu hennar sem
Jesúmyndar. Á endanum er því haldið fram að The King of Kings sé ekki síður óður til
kvikmyndamiðilsins en frelsarans.
Lykilorð: The King of Kings, Cecil B. DeMille, Halldór Kiljan Laxness, Jesúmynd,
kvikmyndagreinar
ABSTRACT
Filming Divinity
Cecil B. DeMille, the Epic and the King of Kings
The essay debates the pros and cons of defining a film like Cecil B. DeMille’s
The King of Kings as a Jesus-story film, given the somewhat common practice of
grouping together films that involve the life and work of Jesus. Such a grouping,
however, does not adhere to the criteria laid out in the two most common classifica-
tions of genre within film studies: theoretical and industrial. Following the former,
Jesus-story films would fall within such diverse genres as the epic (e.g. The Kings of
Kings) and the musical (e.g. Jesus Christ Superstar), while the latter emphasizes the
industry’s own criteria and rationale for producing films. In what follows The King
of Kings is analyzed in terms of its historical, industrial and social background that
highlight aspects of it that risk being neglected in a purely theological interpreta-
tion. Ultimately, it is argued that The King of Kings is no less a celebration of cinema
than the messiah.
Keywords: The King of Kings, Cecil B. DeMille, Jesus-story films, the epic, genre
Að KVIKMYNDA GUðDÓMINN