Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 148
148
við utanbíóhúsamyndir (e. non-theatrical films), á borð við fræðslumyndir,
kynningarmyndir, áróðursmyndir og auglýsingamyndir, sem hafa alla jafna
ekki verið framleiddar til sýningar í hefðbundnum markaðskvikmynda-
húsum, heldur verið sýndar almenningi ókeypis á ýmsum vettvangi. Eins
og Rick Prelinger hefur meðal annarra bent á, skipa utanbíóhúsamyndir
í raun stærstan hluta þess fjölda kvikmynda sem bíður könnunar í opin-
berum kvikmyndasöfnum og einkasöfnum, en fram til þessa hefur þeim
lítill gaumur verið gefinn.3 Aukinn áhugi rannsakenda á þessum jaðar-
greinum kvikmyndaarfsins hefur hins vegar markað þeim stað í fræðilegri
umræðu, en þær eiga það sameiginlegt að hafa kallað fram endurmat á
eðli og umfangi kvikmyndastofnunarinnar, en einnig hafa kvikmyndir af
þessu tagi varpað ljósi á það hvernig útbreiðslumáttur og myndræn miðlun
kvikmyndatækninnar hefur verið virkjuð í tilraunum til þess að uppfræða
og móta almenning.4 Ýmsar birtingarmyndir fræðslumyndagerðar hafa
skilaboða sem leitast er við að koma á framfæri í kvikmyndinni. Sjá hér Toby Miller,
o.fl., Global Hollywood 2, London: BFI Publishing, 2005, og Theodor Adorno og
Max Horkheimer, „Menningariðnaður. Upplýsing sem múgsefjun“, þýð. Benedikt
Hjartarson, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið,
2003, bls. 234–271.
3 Rick Prelinger, The Field Guide to Sponsored Films, San Francisco: National Film
Preservation Foundation, 2006, bls. vi. úrval kvikmynda úr Prelinger-safninu, sem
er eitt umfangsmesta safn utanbíóhúsamynda í Bandaríkjunum, varðveitt í Libary
of Congress, hefur verið gert aðgengilegt í rafrænu formi í opna gagnabankanum
www.archive.org á síðustu árum. Þá má einnig nefna að British Film Institute hefur
á undanförnum árum sýnt grein utanbíóhúsamynda allnokkra athygli og gefið út
merkar mynddiskaraðir er byggja á safnaeign ýmissa kvikmyndasafna á Bretlands-
eyjum. Þar er að finna myndefni sem framleitt var í margs konar stofnanalegu
samhengi, svo sem efnið sem General Post Office Film Unit (1933–1940) og The
Central Office of Information stóðu fyrir, en frá stofnun (1946) framleiddi COI
mörg þúsund myndir um samfélagsleg málefni. Annað nýlegt og viðamikið verk-
efni sem miðar að því að gera utanbíóhúsamyndir aðgengilegar fræðimönnum og
almenningi er rafrænt gagnasafn á vegum BFI og fleiri breskra kvikmyndasafna
með kvikmyndum sem gerðar voru undir formerkjum nýlenduhyggju innan Breska
heimsveldisins, sjá, „Colonial Film: Moving Images of the British Empire“, á vefl-
slóðinni: www.colonialfilm.org.uk.
4 Sjá m.a. Anthony Slide, Before Video: A History of the Non-Theatrical Film, New
York: Greenwood Press, 1992; Films that Work: Industrial Film and the Productivity
of Media, ritstj. Vinzenz Hediger og Patrick Vonderau, Amsterdam: Amsterdam
University Press, 2009; Useful Cinema, ritstj. Charles R. Acland og Haidee Wasson,
Durham, NC: Duke University Press, 2011. Varðandi skrif hérlendis um utan-
bíóhúsamyndina má nefna rit Írisar Ellenberger, Íslandskvikmyndir 1916–1966:
ímyndir, sjálfsmynd og vald, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2007. Um
svipað efni fjalla greinar Erlends Sveinssonar, „Ísland í lifandi myndum: fyrstu tveir
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR