Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 149
149
til dæmis vakið spurningar sem lúta að samslætti kvikmynda og lýðstjórn-
unar, ekki aðeins í áróðursmyndagerð á stríðstímum, heldur einnig sem
tæki til þess að tryggja virkni þeirra stofnana- og eftirlitsumgjarða sem
skilyrða hin opnu lýðræðissamfélög nútímans.5
Hér verður drepið niður fæti á könnunarsviði stofnanavalds og utan-
bíóhúsamynda og sjónum beint að því þegar heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi
hófu að nýta sér kvikmyndamiðilinn til þess að ná til almennings með
fræðsluefni á sviði sjúkdómaforvarna á þriðja áratug síðustu aldar. Teknar
verða til skoðunar kvikmyndir sem gerðar voru með stuðningi breska heil-
brigðisráðuneytisins og fólu í sér forvarnarboðskap um kynsjúkdóma sem
miðlað var í gegnum skáldaðar dæmisögur, en þessi málaflokkur var sá
fyrsti sem heilbrigðisyfirvöld studdu með reglubundnum fjárveitingum.6
Kvikmyndirnar sem um ræðir komu fyrst fram í samhengi við fyrra stríð
en eftir 1920 stóðu borgaraleg félagasamtök að framleiðslu, dreifingu og
sýningu hátt í tuttugu fræðslumynda um kynsjúkdómaforvarnir í umboði
heilbrigðisráðuneytisins. Þessar fræðslumyndir ruddu í vissum skilningi
brautina fyrir víðtæka kvikmyndagerð um lýðheilsutengd efni á vegum
hins opinbera frá og með fjórða áratugnum.7 Tímabilið sem beint er
áratugir aldarinnar í lifandi myndum“, Ný saga 2/1988; „Landsýn – heimssýn; kynn-
ingarmáttur kvikmyndarinnar á fjórða áratugnum“, Heimur kvikmyndanna, ritstj.
Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 852–858. Í grein Ásgeirs
Guðmundssonar, „Ísland í lifandi myndum: áform um kvikmyndatöku á Íslandi á
3. og 4. áratug 20. aldar“, Tímarit Máls og menningar 4/2001, er m.a. fjallað um
samskipti kvikmyndagerðarmanna og íslenskra stjórnvalda á fyrri hluta aldarinnar.
Þá fjallar nýleg grein Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar og Tinnu Grétarsdóttur,
„Screening Propaganda: the Reception of Soviet and American Film Screenings
in Rural Iceland, 1950–1975“, Film History: an International Journal 23/4, 2011,
um þann kvikmyndavettvang sem stórveldin Bandaríkin og Sovétríkin sköpuðu
hér á landi í þeirri viðleitni að nota kvikmyndasýningar til þess að kynna og varpa
jákvæðu ljósi á eigið land og þjóð á kaldastríðsárunum. Varðandi „hreinar“ áróð-
ursmyndir er rétt að benda á umfjöllun Benedikts Hjartarsonar, „Fagurfræði áróð-
ursins: um Sigur viljans og kvikmyndagerð í Þriðja ríkinu“, Heimur kvikmyndanna,
bls. 318–336.
5 Sjá m.a. Learning with the Lights Off: Educational Film in the United States, ritstj.
Devin Orgeron, Marsha Orgeron og Dan Streible, New York: Oxford University
Press, 2012.
6 Timothy Martyn Boon, Films and the Contestation of Public Health in Interwar Brit-
ain, doktorsritgerð við University of London, 1999, bls. 46, 142.
7 Þegar leið fram á fjórða og fimmta áratug aldarinnar varð opinber stuðningur við
framleiðslu heimildar- og fræðslumynda öflugur í Bretlandi, ekki aðeins á sviði lýð-
fræðslu, heldur einnig í hagsmunatengslum við framleiðslu- og samgönguiðnaðinn.
Þessi markvissi stuðningur gat af sér þá áhrifamiklu hreyfingu sem er jafnan kennd
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR