Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 153
153
aði frásögnina.16 Þannig var leitast við að vefja ákveðin hegðunarboð inn í
vinsælda vænar „sögur“ sem gerðu fræðslukvikmyndasýningar samkeppnis-
hæfari við almennar bíósýningar um tíma og athygli almennings.
En færsla forvarnarumræðunnar út úr hinum stofnanalega ramma heil-
brigðiskerfisins og inn á almannavettvang bíósins kallaði óhjákvæmilega
á stýringu á þeirri umfjöllun um kynhegðun sem lá kvikmyndunum til
grundvallar. Fyrstu skipulögðu sýningarnar á kynsjúkdómaforvarnar-
myndum í iðnhéruðum Bretlands voru til að mynda fjölsóttar, en engu að
síður mættu kvikmyndasýningarnar gagnrýni sem stóð í vegi fyrir víðtæk-
ari framleiðslu og dreifingu forvarnarmynda. Á árunum eftir stríð hafði
nefnilega skapast umræða um það hvernig tryggja mætti að almennar
sýningar fræðslumynda, sem gerðu kynhegðun og önnur viðkvæm mál
að umfjöllunarefni, yrðu meðteknar af almenningi á tilætluðum forvarn-
arforsendum, fremur en af hreinni forvitni um forboðin svið einkalífsins.
Kvikmyndahúsið var í sjálfu sér álitið siðferðislega varasamur almennings-
vettvangur, bæði vegna þess að þangað fóru konur og börn í stórum stíl
í afþreyingarleit, og vegna þess útbreiðslumáttar sem kvikmyndamiðill-
inn bjó yfir. Myndhverfing sóttnæmis var ósjaldan notuð í skrifum þar
sem talað var um siðferðislegan spillingarmátt, smitunaráhrif og jafnvel
heilsuvá í röksemdum fyrir skipulagðri ritskoðun kvikmynda og eftirlits-
umgjörð kvikmyndahúsa.17
Félagasamtökin NCCVD brugðust m.a. við þessum áhyggjum með
því að marka sýningarstarfsemi sinni farveg utan markaðskvikmyndahús-
anna. Framan af stuðluðu samtökin að gerð nokkurra fræðslumynda, en
einbeittu sér þó fyrst og fremst að því að byggja upp dreifingarkerfi sem
miðaði að því að skapa sýningarstarfseminni skýra stofnanalega umgjörð
þar sem fræðslumarkmið kvikmyndanna voru ítrekuð, m.a. með inngangs-
fyrirlestrum heilbrigðisstarfsfólks og dreifingu bæklinga að sýningum
16 Um form og ávarp frásagnarmyndarinnar, sjá David Bordwell, Narration in the
Fiction Film, Madison: The University of Wisconsin Press, 1985. Um skýringar-
aðferðina (e. expository mode) í heimildarmyndum, sjá m.a. Bill Nichols, Representing
Reality: Issues and Concepts in Documentary, Bloomington: Indiana University Press,
1991, bls. 32–75.
17 Sjá m.a. Annette Kuhn, Cinema, Censorship and Sexuality 1909–1925, og Lee
Grieveson, Policing Cinema: Movies and Censorship in Early-Twentieth-Century Am-
erica, Los Angeles og New York: University of California Press, 2004.
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR