Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 154
154
loknum.18 Þá voru haldnar aðgreindar sýningar fyrir konur og karla eftir
að sú gagnrýni kom fram að fjöldi para sækti fræðslusýningarnar sem gætu
umfjöllunarefnis síns vegna leitt til „syndsamlegis athæfis“ í stað þess að
koma í veg fyrir það.19
Stjórnvöld höfðu jafnframt ýtt undir uppbyggingu annars konar sýn-
ingarvettvangs fyrir fræðslumyndir með ritskoðunarlögum. Annette
Kuhn hefur fjallað um það hvernig holskefla bandarískra kvikmynda auk
nokkurra innlendra, sem tóku á félagslegum og kynheilbrigðistengdum
vandamálum, urðu hvatinn að því að gripið var til hertra aðgerða á sviði
kvikmyndaritskoðunar í Bretlandi á öðrum og þriðja áratugnum og búinn
til sérstakur bannflokkur kvikmynda sem þóttu fela í sér „áróður“ sem gæti
haft ófyrirséð áhrif á almenning.20 Mikilvægur prófsteinn í þeirri þróun
var Damaged Goods (Svikin vara, 1919), bresk kvikmynd sem fjallaði um
kynsjúkdómavána og var fyrsta leikna myndin um efnið sem framleidd var
að stríðinu loknu. Gerð myndarinnar var upphaflega studd af yfirvöld-
um, en framleiðsluferlið tafðist á ritskoðunarstigi og myndin var bönnuð
þegar til stóð að dreifa henni til almennra sýninga í kvikmyndahúsum eftir
stríðslok, á þeim forsendum að hún flokkaðist sem áróðursmynd.21 Bannið
við myndinni varpar skýru ljósi á þann áhrifamátt sem þótti felast í kvik-
myndinni í samanburði við millistéttarleikhúsið, þar sem Damaged Goods er
varfærnisleg kvikmyndaaðlögun á samnefndu leikriti, eftir umbótasinnaða
leikskáldið Eugène Brieux, sem gengið hafði við mikla aðsókn á West End
um svipað leyti. Í athugasemdum ritskoðunarnefndar var þó tekið fram
að ekkert mælti gegn sýningum á myndum af þessari tegund á sérhæfðum
vettvangi undir skýrum formerkjum fræðslu.22 Sýningar á Damaged Goods
hófust því ekki fyrr en myndinni hafði verið beint í sýningarfarveg þar sem
18 Thomas Bowen Partington, A New Force in Public Health Propaganda: Fighting
venereal disease with the film. London: National Council for Combating Venereal
Diseases, 1924 og The National Council for Combating Venereal Disease, A List
of Cinematograph films owned by the N.C.C.V.D, London, [skráð til varðveislu 1924,
útgáfuárs ekki getið].
19 Thomas Bowen Partington, A New Force in Public Health Propaganda, bls. 8.
20 Meðal bandarísku kvikmyndanna sem um ræðir er Where are My Children (1916),
sem tók á spurningum um getnaðarvarnir og fóstureyðingar, auk The End of the
Road (1918), Spreading Evil (1918) og Open Your Eyes (1919) sem fjölluðu um kyn-
sjúkdómavána. Sjá Annette Kuhn, Cinema, Censorship and Sexuality, London og
New York: Routledge, 1988, bls. 38–50.
21 Sama rit, bls. 44–50.
22 Rachael Low, The History of the British Film 1914–1918, London: Allen & Unwin,
1950, bls. 61.
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR