Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 156
156
næturklúbbi.24 Nokkru síðar leitar George til læknis sem sjúkdóms greinir
hann og ráðleggur honum að giftast ekki fyrr en hann hefur undirgengist
stranga meðferð, en George hunsar læknisráðin og leitar til skottulæknis
sem ávísar honum gagnslausum lyfjum. Að því búnu kvænist George og
smitar grunlausa eiginkonu sína og smitið berst til frumburðar þeirra.
Eftir að hafa komist undir læknishendur fá barn og foreldrar fullan bata, en
þegar Henrietta hyggst segja skilið við George, skerst læknirinn í leikinn
og ráðleggur föður Henriettu að telja hana á að fyrirgefa eiginmanni sínum,
og virða þannig hjúskapareiðinn. Splundrun heimilisins er þannig afstýrt
með samráði fulltrúa lækna- og stjórnmálastéttanna, sem með aðgerðum
sínum boða faglega úrlausn á kynsjúkdómavandanum, þar sem ekki aðeins
heilbrigði, heldur einnig áframhaldandi eining millistéttar fjölskyldunnar
er tryggð.
Fundurinn sem á sér stað milli læknisins og þingmannsins á stofu hins
fyrrnefnda er jafnframt meginfarvegurinn fyrir lýðheilsu- og umbótaorð-
ræðu myndarinnar. Þar útskýrir læknirinn að lausnin við kynsjúkdóma-
vandanum felist í uppfræðslu almennings um forvarnir og meðferðarúr-
ræði. Í máli sínu víkur hann jafnframt að upptökum smithættunnar, sem
tengd eru vændiskonum, og leggur áherslu á mikilvægi eftirlits í stað for-
dæmingar og afskiptaleysis. Til að leggja áherslu á mál sitt sækir læknirinn
einn af sjúklingum sínum, sem reynist vera Edith. Með því að láta Edith
segja þingmanninum sögu sína færir hann rök fyrir nauðsyn þess að veita
meðferðarfé til hins fordæmda sviðs samfélagsins þar sem „birtingarmynd
vandans“ er að finna. Hér birtist Edith sem holdgervingur smithættunnar,
þ.e. „sýktra“ svæða almannarýmisins sem hinu hreina millistéttarheimili
stafar hætta af. Þrátt fyrir þá félagslegu meðvitund sem einkennir ræðu
læknisins á Edith ekki kost á siðferðislegri endurlausn, og er sá mögu-
leiki að bæta félagslega stöðu hennar ekki til umræðu í myndinni þrátt
fyrir þá samúð sem sögu hennar er sýnd í upphafi.25 Þegar hún kemur
við sögu í lok myndarinnar er það fyrst og fremst til þess að sýna fram
á að uppspretta smithættunnar hafi verið færð undir eftirlit opinberrar
heilsuverndar – henni haldið í skefjum – í þágu forvarnarstarfs sem miðar
24 útdrátt úr söguþræði upprunalegrar útgáfu Damaged Goods er að finna í svokallaðri
kvikmyndabók, þ.e. myndskreyttum bæklingi sem gefinn var út af framleiðslu-
fyrirtæki myndarinnar, Samuelson Film, „Illustrated synopsis of Damaged Goods
written by Eileen Mott“, London: W. and F. Film Service, 1919.
25 Umfjöllun um siðferðislegan tvískinnung í Damaged Goods er að finna í Annette
Kuhn, Cinema, Censorship and Sexuality, bls. 63–64.
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR