Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 159
159
nefnda kemur inn í hið táknhlaðna rými kvenfataverslunarinnar til þess að
velja sér brúðarkjól og verður þar vitni að fordæmingu Edith þegar hún
er rekin úr starfi. Þegar Henrietta heldur heim með brúðarkjól úr versl-
uninni, verður kjóllinn að táknmynd fyrir það smit sem berst til hennar á
brúðkaupsnóttina í gegnum þá „sviknu vöru“ sem hjónabandssáttmálinn
reynist vera. Atriðið má þannig lesa sem myndhverfða framsetningu á
ferli smitsins sem berst frá Edith, hinni spilltu konu almannarýmisins, til
verndaðs sviðs heimilisins.
Damaged Goods er eina kynsjúkdómaforvarnarmyndin, auk stríðsáróð-
ursmyndarinnar Whatsoever a Man Soweth sem varðveist hefur frá öðrum
áratugnum, en þessar kvikmyndir slá tóninn fyrir hugmyndafræðilegar og
frásagnarlegar áherslur þeirra hátt í tuttugu fræðslumynda sem fram leiddar
voru fyrir tilstilli NCCVD á fyrri hluta þriðja áratugarins. Whatsoever a
Man Soweth var framleidd af stríðsmálaráðuneytinu árið 1917 og tilheyrir
bylgju fræðslumynda sem vöktu athygli á kynsjúkdómavánni og þóttu rétt-
lætanlegar þrátt fyrir opinskáa umfjöllun um kynlífstengd málefni, vegna
stríðshagsmuna og þess hve afmörkuðum markhópi þeim var beint að, þ.e.
karlkyns hermönnum.31 Kvikmyndin notast við skáldað dæmisöguform,
þar sem aðalsögupersónur, eftir að hafa smitast eða komist nálægt því að
smitast af kynsjúkdómum, eiga samtal við fulltrúa heilbrigðisstofnana sem
leiða þær í allan sannleika um einkenni, afleiðingar og meðferðarform
slíkra sjúkdóma, en sláandi ímyndir í anda áróðursmynda eru notaðar til
að vekja óhug meðal áhorfenda. Myndin kallast hins vegar á við Damaged
Goods að því leyti að þar er lýst smitferli sem liggur frá vændiskonum í
London til hermanna sem hunsa ráð lækna og bera sjúkdóminn með sér
inn á verndað svið fjölskyldulífsins.
Dæmisögur um eiginmanninn sem smitast af kynsjúkdómi en skellir
skollaeyrum við ráðum sérfróðra lækna og verður því valdur að þjáningu
eiginkonu og barna er jafnframt endurtekið minni í þeim kvikmyndum
sem framleiddar voru á vegum NCCVD og skyldra samtaka á fyrri hluta
þriðja áratugarins, og lýst er í upplýsingabæklingum og safnaskrám, en
þar er um að ræða styttri leiknar fræðslumyndir sem bera titla á borð við
The Shadow, Venereal Diseases, The Flaw og Memories.32 Þannig var upp-
fræðslu um örugga kynhegðun í fyrstu kvikmyndunum sem tóku á efninu
alfarið beint að karlmönnum á meðan konur birtust ýmist sem táknmyndir
31 Rachael Low, The History of the British Film 1914–1918, bls. 149.
32 The National Council for Combating Venereal Disease, A List of Cinematograph
films owned by the N.C.C.V.D., bls. 4.
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR