Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 160
160
heimilisins og fjölskyldulífsins, sem bar að vernda fyrir smiti, eða sem var-
hugaverðar uppsprettur smithættunnar, tengdar götunni og undirheimum
nútímaborgarinnar.
Borgarstúlkan og spillingarsvið almannarýmisins
Af ofangreindri umfjöllun má sjá hvernig orðræða forvarnarmynd-
anna mótaðist af þeirri almennu lýðheilsustefnu sem ruddi sér til rúms
á árunum eftir fyrra stríð og miðaði að því að efla heilbrigði, siðferði
og framleiðni þjóðarinnar með því að hlúa að fjölskyldunni sem grunn-
einingu samfélagsins. Þegar líður fram undir lok þriðja áratugarins má
í for varnarorðræðunni greina viðleitni til að taka mið af óhjákvæmilegu
uppbroti hinnar hefðbundnu tvíhyggju sem tengdi konur umfram allt
heimilissviðinu eða útskúfaði þeim. Þessa þróun má jafnframt setja í sam-
hengi við breytingar í forvarnarstarfinu en árið 1926 jókst starfssvið félaga-
samtakanna NCCVD er þau tóku þau upp heitið British Social Hygiene
Council eða BSHC (Breska lýðheilsuráðið) og einbeittu sér að fjölskyldu-
tengdri heilsuvernd á breiðari grunni. Þannig hóf BSHC undir lok áratug-
arins öfluga framleiðslu fræðslumynda um heilsu og kynheilbrigði, með
megin áherslu á kynsjúkdómaforvarnir í samstarfi við framleiðslufyrirtækið
British Instructional Films.33 Í kvikmyndunum sem framleiddar voru í því
samstarfi má greina ákveðna tilraun til þess að laga ávarp kvikmyndanna
að félagslegum veruleika kvenna, sem mótaðist í æ ríkari mæli af nýjum
starfs- og afþreyingartengdum félagsmynstrum. Það er áhugavert að rýna
í forvarnarkvikmyndirnar út frá þessu samhengi, en þar má í senn greina
viðleitni til að ná talsambandi við konur á nútímalegri forsendum, og
óttablandna framsetningu á auknu athafnafrelsi kvenna í opinberu lífi.
Þegar rýnt er í áherslur og táknræna framsetningu kvikmyndanna á smit-
sjúkdómaógninni má jafnframt sjá að spurningar um áhrif nútímalegrar
skemmtanamenningar verða miðlægar, en þær verða jafnframt tilefni til
sjálfsvísandi orðræðu um hlutverk kvikmyndarinnar í forvarnarstarfi.
Sjá má dæmi um þetta í The Uncharted Sea (Blindsker, 1928), einni fyrstu
fræðslumyndinni sem framleidd var af British Instructional Films fyrir
BSHC, en þar er varnaðarboðskap um kynsjúkdóma miðlað í gegnum
sögu sem sækir til frásagnarminnisins um saklausu sveitasálina sem spillist
33 Timothy Martyn Boon, Films and the Contestation of Public Health in Interwar Brit-
ain, bls. 138.
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR