Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 164
164
fyrir framan kvikmyndatjald, en svo er klippt yfir í sjónræna sviðs setningu
á „dæmisögum“ læknisins. Aðalsöguhetja myndarinnar verður í þessu sam-
hengi að eins konar fulltrúa áhorfandans þar sem forvarnarupplýsingum er
miðlað í gegnum kvikmyndalegar „frásagnir“ af fórnarlömbum sjúkdóms-
ins úr ólíkum stéttum og störfum. Líkt og í The Uncharted Sea eru mögu-
leikar kvikmyndalegrar og dramatískrar miðlunar lýðheilsuboðskaparins
þannig innlimaðir í orðræðuna innan söguheims kvikmyndanna.
Tilfærsla í ávarpi
Aðrar kvikmyndir sem framleiddar voru undir lok þriðja áratugarins
beina forvarnarorðræðunni beint til kvenna, ekki á forsendum afturhalds-
hugmyndafræði, heldur í samhengi við félagslega stöðu þeirra. Deferred
Payment (Skuldadagar, 1929) segir tiltölulega hefðbundna forvarnarsögu
af sjómanninum Leonard sem vendir kvæði sínu í kross og gerist skrif-
stofumaður í fyrirtæki í London og gengur jafnframt að eiga unnustu sína,
Gladys. Þegar hún verður ófrísk að þeirra fyrsta barni kemur í ljós hjónin
eru bæði með kynsjúkdóm, en þökk sé greiningu snemma á meðgöngunni,
er hægt að koma í veg fyrir að smit berist til barnsins. Þegar hjónin hins
vegar vanrækja að leita nægilega snemma til læknis á annarri meðgöngu
Gladys, tekst ekki að koma í veg fyrir smit til barnsins, sem fæðist með
skerta sjón. Hér vekur athygli að myndinni er leikstýrt af konu, Mary
Field, en hún átti síðar eftir að verða mikilvirkur leikstjóri og ráðgjafi fyrir
kvikmyndadeild BSHC. Sá fræðsluboðskapur sem klykkt er út með flækir
hið hefðbundna ávarp kynfræðslumynda sem beinist að karlmönnum en
jaðrar konur í frásögninni. Deferred Payment ávarpar báða foreldrana í
forvarnarboðskap sínum þar sem læknirinn minnir Gladys á ábyrgðarhlut-
verk hennar gagnvart eftirliti með sjúkdómnum.
Einnig örlar á þeim áður óhugsandi möguleika að grandvarar eigin-
konur geti smitast af kynsjúkdómum fyrir hjónaband en ákveðið rými fyrir
slíka túlkun er skapað í myndinni. Þegar Gladys er fyrst sjúkdómsgreind
lætur læknirinn þau orð falla að hann „geti ekki sagt til um hvernig“ hún
hafi smitast. Myndin tekur skýrt fram að grunurinn beinist sterklega að
líferni sjómannsins, sem lumar m.a. á ljósmynd af léttklæddri vinkonu er
hann pakkar niður á heimleið úr síðustu sjóferðinni. En frásögnin beinir
einnig sjónum að lífi Gladys fyrir hjónaband er hún starfaði sem afgreiðslu-
stúlka á kaffihúsi í London. Í atriðinu sem kynnir Gladys til sögunnar er
hún hún römmuð inn í fjarmynd þar sem hún stendur glaðleg bak við
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR