Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 165
165
afgreiðsluborð kaffihússins, umkringd karlkyns viðskiptavinum, sem halla
sér í átt að henni. Þegar hún tekur eftir unnusta sínum sem er nýkominn
af sjónum hellir hún of miklu kaffi í bolla viðskiptavinar, svo það flæðir
yfir brúnina, sem gefur til kynna að annað hvort sé hún frá sér numin af
gleði eða að henni hafi brugðið við að sjá unnusta sinn birtast. Leonard
staldar við til að heilsa unnustu sinni, en þegar hann hverfur á braut, sjáum
við Gladys enn á bak við búðarborðið umkringda viðskiptavinunum. Hið
táknhlaðna sjónræna minni sölustúlkunnar í atriðinu kallar fram þá sið-
spillandi merkingarauka sem tengdir voru sýnileika kvenna í kynjablönd-
uðu almannarýminu í afgreiðslustörfum. Sviðsetningin í kaffihússatriðinu
í Deferred Payment flækir þannig þá ímynd sem birtist af Gladys sem hinni
hefðbundnu óreyndu eiginkonu, og opnar þannig túlkunarrými fyrir kven-
áhorfendur þess efnis að þær verði einnig að gæta sín í kynferðismálum.
Greina má enn skýrari tilfærslu í ávarpi og hugmyndafræði forvarnar-
orðræðunnar í kvikmyndinni The Irrresponsibles (Hinar ábyrgðarlausu), for-
varnarmynd úr smiðju BSHC og British Instructional frá árinu 1929 sem
er sérstaklega beint til kvenna. Kvikmyndin notast við áþekka formgerð og
kemur fyrir í Any Evening After Work, þar sem varnaðarfyrirlestur læknis,
sem segir röð sjúkrasagna um vangreind tilfelli kynsjúkdóma, er rammað-
ur inn í skáldaða umgjörð. Þetta form, þ.e. miðlun læknisfræðilegrar orð-
ræðu í aðgengilegri framsetningu, var ekki óalgengt í fræðslumyndum sem
framleiddar voru sérstaklega sem upplýsingaefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk
en þær kvikmyndir einkennast af mun berorðari nálgun við viðfangsefnið
en einkenndi forvarnarmyndir fyrir almenning. Þegar litið er til mynda
á borð við The Irresponsibles ásamt The Gift of Life (1930), má sjá hvernig
viðurkenning á raunverulegum útbreiðsluleiðum kynsjúkdóma og mikil-
vægi þess að upplýsa konur um atriði er varða þær, er tekin að skila sér
inn í forvarnarmyndir ætlaðar almenningi. Í The Gift of Life er notast við
fyrirlestraformið til þess að miðla röð sviðsettra dæmisagna af „sjúkdóms-
tilfellum ungra kvenna sem vanræktu að leita sér meðferðar“, en ramma-
frásögnin er fyrirlestur læknis sem varar unga konu við áhrifunum sem
kynsjúkdómar geta haft á barneignir.36
En á meðan forvarnarorðræðunni er endanlega beint að konum sem
væntanlegum mæðrum og eiginkonum í Deferred Payment og The Gift of
Life, skapar The Irresponsibles sér sérstöðu að því leyti að hún höfðar til
36 Safnaskrá BFI Film & Television database, sótt 3. febrúar 2012 af http://ftvdb.bfi.
org.uk/sift/title/17102.
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR