Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 166
166
almennrar velferðar kvenna og samfélagslegs metnaðar þeirra, óháð móð-
urhlutverkinu. Kvikmyndin hefst með staðhæfingunni: „Kynsjúkdómar
eru hættuleg ógn við heilsu kvenna og tekjumöguleika þeirra á vinnumark-
aði.“ Í kjölfarið fylgja ýmsar upplýsingar um kynsjúkdóma, einkenni þeirra
og meðferðarúrræði, sem lýkur með varúðarorðum um að algengast sé að
smit eigi sér stað í gegnum kynferðisleg sambönd utan hjónabands. Því
næst víkur frásögninni að ungri konu, sem, ólíkt varnaðarráðum mynd-
arinnar, fer á stefnumót við ungan mann. Skömmu síðar leitar hún á
heilsugæslustöð og er þar vísað til læknis sem segir sennilegt, af einkenn-
um hennar að dæma, að hún hafi smitast af kynsjúkdómi. Á meðan beðið
er niðurstöðu rannsókna segir læknirinn skjólstæðingi sínum dæmisögur
af örlögum annarra sjúklinga sem reyndu að leyna vandamálinu. Af þeim
dæmi sögum, sem sviðsettar eru í rás frásagnarinnar, varðar aðeins ein til-
felli þar sem gift kona hefur smitast af eiginmanni sínum. Hinar konurnar
eru flestar einhleypar í mismunandi störfum, þeirra á meðal eru afgreiðslu-
stúlka, ritari, dansari, verksmiðjustarfsmaður, barnfóstra og vinnukona.
Á meðan aðeins tvær dæmisagnanna ítreka áhrifin sem sjúkdómurinn
getur haft á móðurhlutverkið, lýsa hinar áhrifum vangreindra sjúkdóma
á almenna farsæld og starfsframa kvennanna sem um ræðir. Þannig lýsa
tvær dæmisagnanna því hvernig konur sem hafa hlotið stöðuhækkun í
starfi, önnur sem deildarstjóri í kvenfataverslun og hin sem skrifstofurit-
ari, glata stöðum sínum vegna heilsuvandamála sem tengjast vangreindu
kynsjúkdómasmiti. önnur þarf að sætta sig við að starfa sem undirmann-
eskja og hin missir vinnuna vegna sjóntruflana. Þá segir af atvinnudansara
sem horfir upp á drauma sína um frægð og frama verða að engu er hún
tapar jafn vægisskyninu og verkakonu sem naut þess að stunda íþróttir í
frítíma sínum en varð að hætta því sakir afleiddra heilsuvandamála sakir
ómeðhöndlaðs kynsjúkdómasmits. Sagan af barnfóstrunni er e.t.v. ein sú
djarfasta í endurskoðun sinni á ímynd eiginkonunnar sem táknmyndar
sakleysis og hreinleika, en þar segir af ungri konu sem vanrækti að undir-
gangast meðferð við kynsjúkdómi, og smitaði fyrir vikið grunlausan eig-
inmann sinn þegar hún gekk í hjónaband, auk þess að glíma við ófrjósemi
vegna sjúkdómsins. Við lok myndarinnar hefur unga konan sem líta má
á sem fulltrúa kvenkyns markhóps fræðsluboðskaparins, sannfærst um
mikilvægi þess að undirgangast meðferð og tekur þar til sín orð læknisins,
sem er kona og sem slík mikilvæg birtingarmynd á möguleikum kvenna
til starfsframa. Í tilraun til þess að sannfæra konur um mikilvægi þess að
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR