Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 168
168
ú T D R Á T T U R
Konan, borgin og kynsjúkdómar:
Myndhverfing sóttnæmis í breskum fræðslumyndum
Í greininni er sjónum beint að utanbíóhúsamyndum (non-theatrical films), þ.e.
kvikmyndum framleiddum fyrir atbeina stofnana og fyrirtækja í hugmyndafræði-
legum eða hagsmunatengdum tilgangi. Fjallað er um fyrstu fræðslumyndirnar sem
framleiddar voru í Bretlandi með reglubundnum opinberum stuðningi, en þeim
var ætlað að stuðla að forvörnum gegn kynsjúkdómum. Vikið er að framleiðslu-
sögu fræðslumyndanna frá fyrra stríði fram til 1930 og bent á hvernig áhyggjur af
siðferðislegum spillingarmætti kvikmynda mótuðu bæði sýningarfarveg og forvarn-
arorðræðu myndanna. Rýnt er í táknræna framsetningu myndanna á kynsjúkdómav-
ánni og hún sett í samhengi við átakaorðræðu sem beindist að róttækum breytingum
á hefðbundinni hlutverkaskipan kynjanna, og bent á hvernig sóttnæmi og spilling
verða í því samhengi að myndhverfingu fyrir aukið athafnafrelsi kvenna í nútíma-
samfélagi.
Lykilorð: utanbíóhúsamyndir, fræðslumyndir, kynsjúkdómaforvarnir, Bretland, at-
hafnafrelsi kvenna
A B S T R A C T
Women, VD and Urban Practices:
Metaphors of Contagion in British Educational Films
The article is concerned with non-theatrical films and the utilization of cinema by
governmental and corporative establishments, focusing on VD films produced for
the prevention of sexually transmitted disease in Britain in the period from WWI to
1930. An overview over their production and exhibition history, demonstrates how
the VD films were caught up in concerns with the social and moral effects of cinema
on the public, especially on women, and how these anxieties were negotiated in the
public health discourse of the films. An analysis of the films and their articulation of
the VD threat furthermore reveals how questions of gender and agency were at the
centre of their discourse, where notions of increased female mobility are associated
with contagiousness and moral corruption.
Keywords: non-theatrical films, educational films, VD prevention, Britain, female
agency
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR