Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 169
169
Alda Björk Valdimarsdóttir
og Guðni Elísson
„Og eftir sitjum við
með sektarkennd í brjósti“
Hallgrímur Helgason og íslenska efnahagshrunið1
Baugsmálið var upptakturinn að Hruninu. Með því hófst hið ein-
kennilega stríð stjórnmála og viðskipta sem stóð með hléum og
útúrdúrum í sjö löng ár og lauk með allsherjarhruni Íslands.
Ekki auðvelt að koma auga á sigurvegara í þeim leik.2
Fáir greinendur íslenska efnahagshrunsins á Íslandi tækju líklega undir
það með Hallgrími Helgasyni að í Baugsmálinu megi greina upphaf eða
aðdraganda hamfaranna sem dundu yfir þjóðina í október 2008.3 Þó
er einvígið milli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs Group og
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra einkennandi fyrir pólitískt andrúms-
loft þensluáranna þar sem baráttan milli tveggja valdahópa í íslensku sam-
félagi varð svo hatrömm að öll yfirvegun og vargætni var lögð fyrir róða í
því skyni að tryggja „réttum“ mönnum völdin í íslenskri bankastarfsemi.
Það er ekki síður rétt að Jón Ásgeir ögraði gömlum valdaklíkum, ekki
síst Davíð og Sjálfstæðisflokknum. Hann neitaði að virða þá áratugalöngu
hefð sem samkvæmt Þorvaldi Gylfasyni festist í sessi á fjórða áratug síð-
1 Grein þessi er liður í rannsóknaklasa EDDU-öndvegisseturs í gagnrýnum sam-
tímarannsóknum við Háskóla Íslands.
2 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, TMM
71/2010 [2], bls. 4.
3 Sá m.a. grein Guðna Elíssonar, „Vogun vinnur …: hvar liggja rætur íslenska fjár-
málahrunsins?“, Saga 47/2009 [2], bls. 117–146. Þar rekur Guðni helstu kenn-
ingarnar um orsakir fjármálahrunsins eins og þær birtast í fjölda bóka og greina,
en enginn höfundanna dregur Baugsmálið fram sem lykilatriði. Guðni vísar þó
neðan máls til þeirra orða Rogers Boyes í bók sinni Meltdown Iceland að „persónulegt
stríð Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi ýtt þjóðinni fram á
bjargbrúnina“ (bls. 130–131, nmgr. 53). Sjá einnig Roger Boyes, Meltdown Iceland:
How the Global Financial Crisis Bankrupted an Entire Country, London/New York:
Bloomsbury, 2009, bls. 77.
Ritið 2/2012, bls. 169–197