Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 173
173
úr grasi sem hugsar í alþjóðlegu samhengi“.11 Íslenskir listamenn séu farnir
að hugsa stærra, þeir vilji flytja út listsköpun sína og ná máli í útlöndum.
Þegar Hallgrímur talar um reykvíska grósku í tónlist, menningu, hönn-
un og annarri listsköpun, finnur hann henni stað í miðbænum eða svæðinu
sem markast við póstnúmerið 101, en þessi borgarhluti varð að viður-
kenndu menningarviðmiði með skáldsögu hans 101 Reykjavík sem kom út
1996. Hallgrím má skilgreina sem föður 101-hugtaksins, en í því má finna
ákveðið viðhorf til miðbæjar Reykjavíkur og þeirrar listrænu starfsemi sem
þar fer fram.12 Íbúar svæðisins taka undir orð Hallgríms í tímaritinu The
Reykjavík Grapevine þar sem hann segir: „Núna er flott að vera íslensk-
ur“.13 Egill Helgason og Baltasar Kormákur hafa einnig báðir tjáð sig um
„þetta 101 gengi“ og sagt að þeir tilheyri því.14
Til marks um menningarleg áhrif hugtaksins má sjá að á árunum rétt fyrir
hrun var það notað til að kynna ólíklegustu vörur og fyrirtæki. Pitsukeðjan
Dominos bauð borgarbörnum upp á pitsuna 101 og Eldsmiðjan er enn með
pitsuna „downtown 101“ á sínum matseðli. Reykvískir uppar gátu farið
á myndlistarsýningu í 101 gallery, keypt sér fasteign af fasteignasölunni
101 Reykjavík eða ráðið til sín arkitekt hjá 101 arkitektum. Þá vaxa ungar
miðbæjarrottur úr grasi á Leikskólanum 101. Á þessum árum var jafn-
framt hægt að leigja sér herbergi á 101 apartment eða gista á Guesthouse
101, kaupa sér lúxusíbúð í Skuggahverfi 101 við Skúlagötuna og leigja sér
sendibíl á 101 sendibílastöðinni.15
Rétt fyrir hrun var hugtakið í auknum mæli tengt við munað íslenska
þotuliðsins. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, gerði það að
vörumerki sínu, en með þeirri ákvörðun tengdi hún með varanlegustum
hætti Jón Ásgeir og Hallgrím í huga þjóðarinnar. Hún skírði hótel sem hún
11 Robert Jackson, „Hallgrímur Helgason: The hard man of literature speaks“, The
Reykjavík Grapevine, 28. maí – 10. júní 2004: „thanks to Björk […] we’ve gained our
selfesteem and our self-respect, a generation has grown up that is more internation-
ally thinking“. Sjá frekari greiningu á hugmyndum Hallgríms um listamenn
Reykjavíkurborgar í Alda Björk Valdimarsdóttir, Rithöfundur Íslands, bls. 19–22.
12 Hugtakið var líklega fyrst sett fram af Friðriki Friðrikssyni útgefanda Pressunnar,
en Hallgrímur gefur því menningarlegt vægi með skáldsögu sinni með sama nafni.
Sjá Alda Björk Valdimarsdóttir, Rithöfundur Íslands, bls. 21 (nmgr. 26).
13 Robert Jackson, „„Hallgrímur Helgason: „The hard man of literature speaks“:
„Now it’s cool to be Icelandic““.
14 Sjá SM: „Ég á enga vini“ [viðtal við Egil Helgason], DV 23. febrúar 2002, bls.
28–29; „Maður verður að hætta að vera vondur til að verða góður“ [viðtal við Balt-
asar Kormák. Höfundar ekki getið], DV 13. mars 2004, bls. 18.
15 Sjá Alda Björk Valdimarsdóttir, Rithöfundur Íslands, bls. 21–22.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“