Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 175
175
Í kjölfar bankakreppunnar snerust ýmsar táknmyndir velsældar og
lúxuss í andhverfu sína, ekki síst ofnotuð vörumerki á borð við „101“.
Þegar myndum af lúxussnekkju og einkaþotu Ingibjargar og Jóns Ásgeirs
var dreift á netinu í kjölfar efnahagshrunsins fór það fyrir brjóstið á mörg-
um og var ekki laust við að fólki þætti hugtakið hafa sett niður.
Á netinu var talað um að andrúmsloft Kaffibarsins (sem var í eigu
Baltarsars Kormáks á tímabili) rímaði illa við „[b]urstað stálklósett með
kjósettsetu [svo] úr tannlæknastáli“, en bloggarinn Teitur Atlason vildi
greinilega endurheimta upphaflega merkingarauka 101-hugtaksins sem
Hallgrímur Helgason setti á sínum tíma fram, því hann taldi það fremur
standa fyrir „frumleika, þor, lífsgleði, auðmýkt og meir að segja smekkvísi.
Bóhemar í bland við skemmtilegt fólk.“ Að mati Teits eru: „Kaffibarinn
og 101 stemningin […] óðurinn til gleðinnar, enda voru allir óðir af gleði
þarna inni.“18
Gagnrýni Teits dagana eftir hrun snýst fyrst og fremst um það hverjir
geti gert tilkall til heitisins 101. Aðrir, eins og bloggarinn Ívar Pálsson,
gefa hugtakinu nýja og myrkari merkingarauka í kjölfar hrunsins með því
að breyta því í IOI eða „I Owe Iceland“. Í athugasemdum um bloggfærsl-
una er talað um að eigendur snekkjunnar hafi lagt aðra merkingu í þetta
eða „I Own Iceland“.19 Með þessu er búið að beintengja hugtakið upp-
gjörinu við hrunið og IOI-liðið er kallað til ábyrgðar.
En hvor skýringin er nærtækari? Eiga báðar hugsanlega rétt á sér? Taka
má undir það með Teiti Atlasyni að í meðförum útrásarvíkinga sé 101-heitið
komið nokkuð langt frá uppruna sínum og hugmyndum skapara þess, sem
stundum hefur verið kallaður faðir íslensku X-kynslóðarinnar.20 Skáldsagan
101 Reykjavík snýst á engan hátt um munað og lúxus þotuliðsins sem reynd-
ar var ekki til á ritunartíma sögunnar og þrátt fyrir að kvikmyndin gerist að
miklu leyti á Kaffibarnum, var hann fyrst og síðast aðsetur listamanna en
ekki bankamanna. Kvikmyndin fangar líka afskaplega vel það villta nætur-
líf og þá skemmtanagleði sem Teitur gerir að umræðuefni og lýst er á svo
where luxury buildings were quickly erected as though the city were the metropolis
of an empire. Luxury office towers went up, along with ultra-moderns apartments
costing close to a million euros, and a boutique hotel that would become the new
Vikings’ haunt – 101 Hotel (101 for the postage code of downtown Reykjavík).“
18 Teitur Atlason, „101 smekkleysi“, 2008, sótt 27. mars 2012 af http://www.eimreid-
in.is/2008/10/101-smekkleysi.html.
19 Ívar Pálsson, „Þýðing IOI“, 2008, sótt 27. mars 2012 af http://astromix.blog.is/
blog/astromix/entry/683568/.
20 Sjá Alda Björk Valdimarsdóttir, Rithöfundur Íslands, bls. 14.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“