Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 176
176
eftirminnilegan hátt í pistlum og greinum Hallgríms. En því verður held-
ur ekki neitað að Kaffibarinn hefur sínar sérstöku útrásarskírskotanir þótt
bundnar séu við menninguna, t.d. í tengingunni við alþjóðlegar stórstjörn-
ur sem heimsóttu barinn reglulega, en Damon Albarn söngvari Blur var
meðeigandi staðarins um tíma.
Í greininni „Reykjavík Rocks“ sem unnin var fyrir þýska ferðamála-
tímaritið Merian og birtist stuttu fyrir hrun, í apríl 2008, gerir Hallgrímur
sig sekan um menningarlegt oflæti fyrir hönd samlanda sinna sem er hugs-
anlega sambærilegt við verstu útrásardrauma Viðskiptaráðs.21 Þar lýsir
Hallgrímur Reykvíkingum á kómískan hátt en leggur jafnframt áherslu á að
Reykjavík sé ung heimsborg með mikla orku og stórt hjarta: „[Reykjavík]
er af sömu stæð og Aþena til forna og Flórens á endurreisnartímanum og
er oft borin saman við þær, eins og þær voru á blómaskeiði sínu. Hún er
að springa af listrænni orku og alþjóðlegir gestir eru á hverju strái á sama
tíma og uppbyggingin heldur áfram.“22 Flóran í íslenskri tónlist er slík að
mati Hallgríms að „ef fram fer sem horfir þá munu fimm af tíu stærstu
21 Skýrsla Viðskiptaráðs Íslands frá 2006 er löngu orðin fræg fyrir þær oflætishug-
myndir sem þar birtust. Sjá: „Hvernig á Ísland að vera árið 2015?“, ritstj. Þór
Sigfússon, Davíð Þorláksson, Erla Ýr Kristjánsdóttir, Halldór Benjamín Þorbergs-
son, Halla Tómasdóttir og Sigríður Á. Andersen, Reykjavík, 2006, sótt 5. apríl
2012 af http://www.vi.is/files/1612898009Ísland%202015%20Vi?skipta?ing%20
2006.pdf. Guðni Elísson gerir hugmyndinni að baki skýrslunni skil í grein sinni
„Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“, sjá sérstaklega bls. 15–20.
22 Hallgrímur Helgason, „Reykjavík Rocks – for Merian, German Travel Maga zine“, 2008,
sótt 28. apríl 2012 af http://www.hallgrimur.is/hallgrimur/articles_in_english/?ew_
news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=17&cat_id=49031&ew_17_a_id=250423.
„Being only 200 years old it has, in the last ten years, finally come to life and obtained
the cosmopolitan status it now enjoys. Being of the same size as Ancient Athens and
Florence at the time of the Renaissance it is often compared to those two cities as
they were in their heyday: Bursting with artistic energy and international visitors as
well as being under construction as we speak. Unlike the huge and heavy metropolit-
an dinosaurs New York, Paris, Tokyo and London, Reykjavik is young and energetic.
It’s small in size but big at heart.“ Það er orðum aukið að Reykjavík hafi oft verið
nefnd í sömu andrá og Aþena til forna eða Flórens, en þó má finna dæmi um slíkt í
samtímaumræðunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti t.d. ræðu í tilefni
af því að Reykjavík varð árið 2000 menningarborg Evrópu, þar sem hann dregur upp
líkindin með hinum miklu menningarborgum heimsins og Reykjavík: „Vinur minn
nefndi fyrir nokkru að vilji menn kynnast hvernig hámenning geti þróast í lítilli borg
líkt og Aþenu og Róm til forna þá sé kjörið að gera sér ferð til Reykjavíkur. Slík er
sú gosstöð lista og menningar, tónlistar, skáldskapar, leikhúsa og málverka sem hér
er að finna.“ Ólafur Ragnar Grímsson, „REYKJAVÍK – MENNINGARBORG
2000“, 2000, sótt 9. apríl 2012 af http://www.forseti.is/media/files/Rvik.menningar
borg.pdf.
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON