Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 181
181
Með birtingu „Baugs og bláu handarinnar“ varð Hallgrímur stimpl-
aður „Baugspenni“ eða „leigupenni Baugsmanna“ líkt og kemur fram í
viðtali við hann í Viðskiptablaðinu í febrúar 2007.35 Í áðurnefndri grein,
„Draugur Group“, tekst hann á við uppnefnið og segist sjálfur „glaður
heita „Baugspenni“ ef það [sé] verðið sem greiða [verði] fyrir að fá að
gagnrýna Davíð Oddsson“.36 Gagnrýni Hallgríms Helgasonar er tekin
upp í frægri ræðu Ingibjargar Sólrúnar, hinni svokölluðu Borgarnesræðu
9. febrúar 2003, þar sem hún fjallar um „hreppstjórnarstíl“ Davíðs og segir
Sjálfstæðisflokkinn skipta sér um of af fyrirtækjarekstri í landinu.37 Með
yfirlýsingum Ingibjargar er Hallgrímur endanlega orðinn hluti af „hinu lið-
inu“, hann tilheyrir næstu árin Samfylkingunni og Baugi í huga andstæðinga
sinna, og er um leið samkvæmt þessari hugsun andsnúinn stjórnar öflunum
og þeim fyrirtækjum sem þeim eru hliðholl.
Hugmyndin um Hallgrím sem talsmann Baugsveldisins sést kannski best
á því að í hruninu miðju, í október 2008, skrifaði Einar Már Guðmundsson
rithöfundur grein í Morgunblaðið þar sem hann ásakar Hallgrím fyrir að
hafa gengið fyrir rangan kóng. Í grein sinni segir Einar: „Hljómsveitir
einsog Duran Duran hafa spilað í áramótaveislum og Elton John sungið
í afmælum þeirra. Ég ætla ekki að fara að ræða tónlistarsmekk þeirra sem
35 Hrund Gunnsteinsdóttir, „Alltaf sami Hallgrímurinn“, Viðskiptablaðið 22. febrúar
2007, bls. 23, sótt 28. mars 2012 af http://www.hallgrimur.is/interviews/?ew_news_
onlyarea=&ew_news_onlyposition=17&cat_id=49033&ew_17_a_id=265228.
36 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 14.
37 Ræðan var birt sem auglýsing í Morgunblaðinu af Samfylkingunni réttum mánuði
síðar, 8. mars 2003. Sjá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, „Stjórnmál sátta og rökræðu
en ekki átaka og kappræðu“, bls. 16–17. Ingibjörg segir m.a.: „Stjórnmálamenn-
irnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim.
Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins
sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé
orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins
og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram
að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis
og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá for-
sætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur
fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist ekki á málefnalegum og faglegum forsendum
heldur flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Bygg-
ist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og
faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki
– þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum
linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni
Samfylkingarinnar“, bls. 17.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“