Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 182
182
slíkan, en ýmsir listamenn hafa gerst hirðskáld þeirra og málarar.“38 Þrátt
fyrir að Hallgrímur sé ekki nefndur á nafn vissu lesendur strax að Einar var
fyrst og fremst að tala um hann.
Á frétta- og vefsíðum sem hallar eru undir Sjálfstæðisflokkinn hefur
þessum uppnefnum verið haldið á lofti, en þar er iðulega leitast við að
grafa undan nafni Hallgríms, ímynd og höfundargildi. Má hér nefna sem
dæmi dálkinn „Fuglahvísl“ á hægrisinnuðu fréttaveitunni AMX, en í júlí
2009 er þar sagt frá nýju myndbandi Hallgríms, ádeiluljóðinu „Suit and
Tie“ sem hann flutti á You Tube, en þar fjallar hann á gagnrýninn hátt
um bankahrunið. Á „Fuglahvísli“ er því haldið fram að Hallgrímur yrki
hér um sjálfan sig: „Hann var sjálfur í miðpunkti útrásarinnar sem hirð-
fífl. Hann sat í veislunum, drakk fína vínið og naut þess að ráðast á Davíð
Oddsson sem reyndi að sporna gegn því að viðskiptaklíkur réðu lögum
og lofum á Íslandi. Baugsklíkan sló taktinn og Hallgrímur dansaði. […]
Yrkisefni Hallgríms er því hann sjálfur.“39
Nokkrum mánuðum fyrr hafði Hallgrímur verið kallaður „kórstjóri
útrásarinnar“ á þessari sömu vefsíðu og til þess tekið „að það var enginn
annar en Helgi Hjörvar, samflokksmaður Hallgríms, sem gaf honum það
virðingarheiti í grein í Fréttablaðinu 5. febrúar 2009“.40 Í nóvember 2010
birtist enn einn pistill á AMX um Hallgrím þar sem fjallað er um meinta
38 Einar Már Guðmundsson, „Herhvöt úr norðri“, Morgunblaðið 16. október 2008,
bls. 21.
39 „Hallgrímur Helgason yrkir um sjálfan sig“, AMX, „Fuglahvísl“, 18. júlí 2009, sótt
28. mars 2012 af http://www.amx.is/fuglahvisl/17447/.
40 „Baugspenninn kann ekki að skammast sín“, AMX, „Fuglahvísl“, 16. desember
2010, sótt 28. mars 2012 af http://www.amx.is/fuglahvisl/16351/. Pistill Helga
Hjörvar heitir „Bæ, bæ, Nýi Hallgrímur“, Fréttablaðið 5. febrúar 2009, bls. 24. Þar
ásakar Helgi Hallgrím um að vera vingull í stjórnmálum, hann hafi lýst yfir stuðn-
ingi við Davíð Oddsson, Ingibjörgu Sólrúnu, Björn Bjarnason, svo aftur við Sam-
fylkinguna. Svo hafi hann stutt Geir en snúist gegn honum í búsáhaldabyltingunni.
Helgi segir: „„Ten more years!!“ sagði Hallgrímur Helgason að við segðum innst
inni á tíu ára valdaafmæli Davíðs Oddssonar – ferski forsætisráðherrann eins og þá
hét. Þá hryllti hann sig yfir því hve ögmundur var gamaldags þegar Bjarni Ármanns
kenndi honum á nýja hagkerfið í Kastljósi. „Þetta var ekki alþýðan,“ sagði hann um
mótmælendurna á 1. maí 2001. Svo tók hann til við að mæra Ingibjörgu Sólrúnu
sem þá var borgarstjóri. Því næst kaus hann Björn Bjarnason sem borgarstjóra í
stað Ingibjargar. Gekk svo til liðs við Samfylkinguna, en gerðist fyrst kórstjóri í
útrásarkórnum og lofsöng „bestu viðskiptasyni Íslands“ og yfirburði okkar umfram
aðrar þjóðir. Þá fannst honum Geir helvíti fínn og miðjan aðalmálið í pólitíkinni.
Nú liggur hann á framrúðunni hrópandi á Geir og kallar í Fréttablaðinu á laug-
ardag á aðför gegn auðmönnum og „Nýtt Ísland“ (Bæ, bæ, gamla Ísland!).“
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON