Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 183
183
viðkvæmni hans fyrir heitinu „Baugspenni“41 og síðar í sama mánuði er
Hallgrímur kallaður „ein aðal klappstýra [svo] útrásarinnar“.42 Helsta við-
fangsefni síðastnefnda pistilsins er hið ómálaða málverk eftir Hallgrím sem
selt var fyrir 21 milljón á góðgerðaruppboði UNICEF, en Hallgrímur fékk
100.000 kr. fyrir efniskostnaði og gaf þriggja mánaða vinnu við verkið.43 Á
„Fuglahvíslinu“ er ranglega gefið til kynna (með því að minnast hvergi á
staðreyndir málsins) að Hallgrímur hafi sjálfur fengið þessa peninga í eigin
vasa frá Þorsteini M. Jónssyni þáverandi eiganda Vífilfells, þrátt fyrir að
alkunna sé að fjárhæðin rann til góðgerðarmála.
Sama hatramma málflutninginn má sjá hjá Bjarna Benediktssyni í svari
hans til Hallgríms vegna greinar þess síðarnefnda um Vafningsmálið í DV
29. janúar 2012,44 en Bjarni uppnefnir Hallgrím „brjóstmylking útrás-
arinnar“.45 Þetta viðurnefni er tekið upp af almennum flokksmönnum eins
og sést á bloggi Sigurðar Þorsteinssonar, þar sem Hallgrímur er jafnframt
kallaður „klappstýra útrásarvíkinganna“.46 Hatur ýmissa hægrimanna á
Hallgrími birtist skýrt í þessari bloggfærslu Sigurðar en hann kallar
Hallgrím ofbeldismann sem ætti að setja í steininn og upp frá því fylgj-
ast með honum náið. Á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum, Bretlandi
og Þýskalandi séu menn sem berja í bíl forsætisráðherra settir í fangelsi,
dæmdir og sími þeirra hleraður: „Rétt eins og talið er eðlilegt að fylgjast
með mótorhjólagengjum er eðlileg [svo] að fylgjast með Hallgrími.“
Hallgrímur áttaði sig fljótt á því að grein hans gegn Davíð og
Sjálfstæðisflokknum myndi reynast honum afdrifarík. Í viðtalinu í
Viðskiptablaðinu frá febrúar 2007 gerir hann lítið úr stuðningi sínum við
Baug þegar Hrund Gunnsteinsdóttir spyr: „Þú hefur verið kallaður leigu-
penni Baugsmanna. Hvort ertu talsmaður Jóns Ásgeirs eða hatursmaður
Davíðs?“ Hallgrímur svarar:
41 „Hörundsárir álitsgjafar“, AMX, „Fuglahvísl“, 18. nóvember 2010, sótt 28. mars
2012 af http://www.amx.is/fuglahvisl/16108/.
42 „Hallgrímur gleymir sér – Seldi ómálað málverk á 21 milljón“, AMX, „Fuglahvísl“,
25. nóvember 2011, sótt 29. mars 2012 af http://www.amx.is/fuglahvisl/17874/.
43 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls.
12.
44 Sjá Hallgrímur Helgason, „Með vafning um háls til varnar Geir“, DV 27.–29.
janúar 2012, bls. 24–25.
45 Bjarni Benediktsson, „Svar við opnu bréfi og öðrum dylgjum“, Morgunblaðið 30.
janúar 2012, bls. 18.
46 Sigurður Þorsteinsson, „Er klappstýra útrásarvíkinganna vaktaður?“, 25. mars
2012, sótt 29. mars 2012 af http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/1230866/.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“